29.8.2013 | 09:08
Ásókn auðmanna í pólitíkina
Mér hugnast ekki sú þróun sem hófst þegar Bjarni Benediktsson var leiddur til hásætis í Sjálfstæðisflokknum. Að auðmenn eigi greiða leið til æðstu metorða í íslenskri pólitík er slæm af mörgum ástæðum. Í fyrsta lagi þá munu þeir beita áhrifum sínum sér og sínum til hagsbóta fremur en almenningi og ekki síður þá eru auðmenn síður líklegir til að beita sér fyrir umbótum hverju nafni sem þær nefnast. Sigmundur Davíð er lýðskrumari, sem á eftir að valda ómældu tjóni. Hann hefur ekkert gert sem afsannar þá skoðun.
Sjálfstæðisflokkurinn er þekktur fyrir auðmannadekrið enda fléttast þræðir viðskipta og stjórnmála hvergi þéttar en í þeim flokki. Nú vill eitt afsprengi spillts viðskiptasiðferðis öðlast forystusess í borginni fyrir hönd flokksins. Þorbjörg Helga hefur ekkert til að bera nema auð eiginmannsins, sem hann komst yfir á mjög svo vafasaman hátt svo ekki sé meira sagt. Enda fáir fjárfestar, sem auðgast vegna eigin snilli. Flestir auðgast vegna tengsla við rétta fólkið í viðskiptalífinu og pólitíkinni. Jón Ásgeir var alveg með það á hreinu að undirstaða þeirra umsvifa sem hann stefndi að var að kaupa sér áhrif í bankakerfinu í gegnum áhrif í pólitíkinni. Og það gekk upp. Og vegna þess að áætlanir Jóns Ásgeirs gengu upp, þá urðu margir ríkir af hans völdum. Þar á meðal eiginmaður Þorbjargar Helgu. Maður sem gat tekið 2 snúninga á fyrirtækjum eins og Húsasmiðjunni áður en bólan sprakk, gat ekki annað en auðgast gífurlega. Og sem kjölfestufjárfestir í Högum voru honum réttir milljarðar. Spurning um tengsl hans við þáverandi stjórnendur Arion Banka.
Og aftur að Þorbjörgu Helgu og Bónus. Þegar Jón Ásgeir gerði bandalag við Ingibjörgu Sólrúnu þá fékk hann einokunarstöðu innan margra hverfa í borginni fyrir verslanir Hagkaupa og Bónuss. Hagar njóta þeirra foréttinda enn í dag. Þess vegna er Þorbjörg Helga vanhæf. Hún er ekki líkleg til að breyta skipulaginu til að auðvelda einyrkjum að keppa við Bónus. Ef Þorbjörg Helga væri ekki gift auðmanni þá ætti hún ekki séns í borgarpólitíkinni.
Veljum alvörufólk en ekki auðmenn. Burt með Júlíus Vífil og Þorbjörgu Helgu
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:46 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.