Arnar Páll Hauksson með fréttaáróður

Pínlegt að hlusta á viðtal Arnars Páls við Jóhannes Gunnarsson lækningaforstjóra Landspítalans, í Speglinum áðan. Ekki bara einu sinni heldur ítrekað reyndi fréttamaðurinn að fá lækningaforstjórann til að lýsa yfir, að lífsnauðsynlegt væri að hafa flugvöllinn áfram í mýrinni.  Jóhannes neitaði þessu náttúrulega ítrekað enda alvarlegt að beita slíkum blekkingum í áróðursskyni.  Eina sem hann fékkst til að segja var að forgangsröðunin hlyti að vera röng ef ákveðið yrði að byggja nýjan flugvöll en ekkert gert fyrir spítalann.  Þetta sjónarmið er fullgilt en málið er að það þarf ekki að byggja nýjan völl.  Hins vegar yrði hægt að nota það kaupverð sem Reykjavíkurborg greiddi ríkinu fyrir landið sem losnar, til að byggja þennan spítala.

Öll skynsemisrök hníga að því að innanlandsflugið verði flutt til Keflavíkur úr því Bessastaðanesið er ekki lengur inni í myndinni.

En RUV er greinilega í sinni eigin pólitísku fréttamennsku eins og í sambandi við fiskveiðistjórnunina og ESB umsóknina. Fagleg fréttamennska látin víkja fyrir hlutdrægri og áróðurskenndri fréttamennsku.  Erfitt að láta þetta átölulaust mikið lengur.  Fréttastofan er margbúin að gera sig seka um hlutdrægni og þar þarf að skrúbba draslinu út.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband