30.8.2013 | 21:12
Skorum á Egil Helgason í forsetaframboð
Ekki er víst að Ólafur Ragnar sitji út kjörtímabilið. Hann gaf það í skyn að svo yrði ekki. Þess vegna er ekki seinna vænna fyrir næsta forseta að fara að huga að væntanlegu framboði. Þá er ekki verra að einhugur ríki um þann frambjóðanda.
Í síðustu kosningum var ekki um marga kosti að ræða með fullri virðingu fyrir þeim sem þar öttu kappi við Ólaf Ragnar. Ég held að fullyrða megi að Ólafur hafi sigrað vegna þess að meirihluti kjósenda treystu honum best til að sinna embættinu. Ekki vegna þess að hann hafði neitað að samþykkja þrenn lög frá Alþingi.
Því miður þá hafa erjur forsetans við hin pólitísku öfl gert embættið að pólitísku bitbeini. Því þarf að breyta. En ég held ekki að neinn vilji fá aftur forseta eins og Vigdísi. Eða neinn sem ekki er tilbúinn að standa með þjóð sinni ef þörf krefur.
Egill Helgason hefur vaxið að áliti meðal alls þorra þjóðarinnar fyrir störf sín sem stjórnmálaskúrandi, bókmenntakúnstner og fagurkeri. Og eftir að hann losnaði við það helsi að vera umræðustjóri RUV þá hefur hann styrkt ímynd sína sem hófsamur umbótamaður. Einmitt það sem við þurfum sem sameiningartákn. Mann sem er víðlesinn og vel menntaður með góð tengsl við áhrifamenn innan og utanlands. Mann sem ekki er hætta á að verði sér eða þjóðinni til skammar á opinberum vettvangi.
Þessu er hér með komið á framfæri. Gefum ekki fjórflokknum færi á að bjóða sina menn fram. Ekki aftur Þórudaga og svoleiðis vitleysu.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Jú, jú, mín vegna.
Ég gæti alveg hugsað mér Egil Helga "for president", ef okkur tekst ekki að leggja þetta óþarfa embætti norður og niður.
Hinsvegar vil ég get treyst því að hann fari ekki að hóa í Franklin Graham til að "say a prayer" á Bessastöðum.
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 30.8.2013 kl. 22:50
Haukur, ég er talsmaður þess að taka upp bandaríska kerfið og efla völd forsetans og um leið skilja algerlega á milli löggjafarvalds og framkvæmdavalds. Þetta útlistaði ég rækilega í tillögum mínum að nýrri stjórnarskrá. Þú getur fundið þetta hér á blogginu undir flokknum Stjórnarskrármálið.
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 31.8.2013 kl. 20:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.