Eygló með tár í augum

Í kvöldfréttum sjónvarps birtist okkur ómálað og tekið andlit Velferðarráðherrans, Eyglóar Þóru. Tilefnið var "stórhuga" ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að efla starf Barnastofu.  Þetta er ekki í fyrsta skipti sem aðstandendur þessarar ríkisstjórnar nota saklaus börn í áróðursskyni. Þetta veldur mér velgju.  Þessi umsnúningur frá ógnanapólitík Jóhönnu Sigurðardóttur til klígjustjórnmála auðshyskisins, er runninn undan rifjum ímyndarfræðinga sem eru nú á fullu að skapa ríkisstjórninni gagnfæri vegna svikinna loforða óhæfra ráðherra.

Bjarni Ben er óhæfur vegna Vafningsfléttunnar, Illugi vegna Sjóðs 9, Kristján Þór vegna tengsla við Samherja, Gunnar Bragi vegna greindarskorts og núna Eygló vegna misbeitingar á ráðherravaldi þegar flokkshagsmunir eru teknir framyfir fagleg rök.

Þessir fyrstu mánuðir nýrra ríkisstjórnar boða svo sannarlega ekkert gott fyrir alþýðu þessa lands. Enda kannski engin furða. Forgangsröðun þessarar ríkisstjórnar hefur alltaf verið ljós. Fyrst komum við og ef eitthvað verður eftir megið þið slást um það. Og þetta svínvirkar. Almenningi er att hverjum gegn öðrum í uppdiktuðum ágreiningsmálum sem engu skipta. Allt til að draga athyglina frá vanhæfninni og úrræðaleysinu.  Og þegar allt um þrýtur þá fáum við að sjá mynd af vanræktu barni og skilaboð um að þau séu í forgangi næst á eftir stóreignahyski og útgerðaraðli.  Frábært Gunnar Steinn! 

Má ég þá biðja um óttapólitíkina aftur en ekki þessa klígjupólitík.

Almenningur þarf svo sannarlega að vera á varðbergi. Fjórða valdið hefur brugðist. Flestir miðlar eru blygðunarlaust notaðir í áróðursskyni fyrir bæði opinbera og óskilgreinda hagsmuni eigendanna og eða stjórnendanna og á netinu heldur her manna uppi launuðum hatursáróðri á vegum flokkanna svo almenningur hefur ekki við að trúa.  Engin furða þótt umræðan sé öfgafull og heiftarleg. Mönnum er jú borgað fyrir það.

Give me a break!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ögmundur Jónasson, talsmaður forvirkra rannsóknarheimilda, er pent pirraður yfir því að Jón Baldvin Hannibalsson fái ekki að kenna við Háskóla Íslands. Kennsla Jóns er mælikvarði á réttarríki Ögmundar. Hér er ekki réttarríki nema Jón fái að kenna skrílnum. Hann stakk þó ekki niður penna þegar dósent við Háskólann slapp við hálfan milljarð. Enda engin ástæða til þess eða hvað? Hann skrifaði í staðinn slepjulegan pistil um 75 milljón króna auðlegðarskatt. Jú, þeir snúa bökum saman. Hvort er það meiri óttapólitík eða klígjupólitík?

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 31.8.2013 kl. 18:44

2 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Ögmundur flokkast tvímælalaust undir það sem hægt er að kalla klígjupólitíkus.  Hann heldur úti vefriti þar sem hann mælir tilfinningaflöktið í lesendum sínum og hagar svo máli sínu í samræmi við það til að styggja ekki marga. Þú tekur eftir í pistlinum hans, að hann byrjar á að vísa til dómstóls götunnar og klikkir svo út með að telja ákvörðun Félagsvísindasviðs HÍ eða hvað það heitir, telja það mannréttindabrot!  Svona röksemdafærsla heldur ekki vatni. Mannréttindi eins eru oft skerðing á mannréttindum annars eins og við hljótum að sjá ef við hugsum út í það.  Ef við eigum að dæma hvort mannréttindi Jóns eru meira virði en mannréttindi meints fórnarlambs framkomu hans þá endar sú umræða hvergi. Þá erum við komin útí tilfinningarökin sem einkenna klígjupólitíkina.  Q.E.D eins og sagt er í stærðfræðinni

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 31.8.2013 kl. 20:44

3 identicon

„Þær skömmuðust sín ekkert fyrir vinnu sína, sem þær kölluðu kynlífsþjónustu. Sumar höfðu verið fóstrur (skeint börn), aðrar hjúkkur (matað hrum gamalmenni og hjálpað þeim að pissa) – ein hafði verið kennari. Þjóðfélagið borgaði þeim „skid og ingenting“ fyrir það. Sú kátasta sagðist fá meira fyrir ein munnmök en sem barnfóstra á mánuði. Ef markaðslögmál eiga að ráða (og hinir virðulegu og vammlausu segja að það sé lögmálið) – þá eru þær bara praktískar konur, að fara skynsamlega að boðum markaðarins. Voila!“ Jón Baldvin Hannibalsson.

Látum Jón og Ögmund sjá um sig. Þjóðfélag sem getur ekki séð sómasamlega um börn og gamalmenni getur alveg örugglega ekki haldið úti háskóla. Það þarf ekki neinn sérstakan speking til að sjá það.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 31.8.2013 kl. 21:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband