31.8.2013 | 21:26
Á Björn Zoega svo að slökkva ljósin og læsa?
Í 2 ár hef ég reynt að benda á þá vá sem stjórnun Björns Zoega á Landspítalanum hefur skapað. Og það var ekkert erfitt að sjá þetta fyrir. Niðurskurðurinn hefur nefnilega alltaf bitnað á starfsfólkinu og þar af leiðandi á sjúklingunum og þeirri þjónustu sem spítalinn á að veita. Nú er svo komið að neyðarástand hefur skapast. Hulda Gunnlaugsdóttir vildi ekki framfylgja stefnu AGS og Steingríms og sagði starfi sínu lausu varla byrjuð og það er eins og enginn hafi velt fyrir sér ástæðu uppsagnarinnar nema ég. En þá fundu menn aula, sem var tilbúinn að fórna heilbrigðiskerfinu á altari eigin metnaðar. Björn Zoega og Geir Gunnlaugsson bera aðal ábyrgð á því að stjórnvöld rústuðu kerfinu.
Ef hér verður tekin upp einkarekin heilbrigðisþjónusta ala Hraðbraut þá getum við þakkað Birni það og þá getum við líka notað tækifærið og lagt niður embætti Landlæknis. Þetta ríki í ríkinu sem sinnir ekki lögskipuðu hlutverki sínu eins og menn sjá sem kynna sér það.
Samkvæmt lögum eru helstu hlutverk embættisins þessi:
- Að veita ráðherra og öðrum stjórnvöldum, fagfólki og almenningi ráðgjöf og fræðslu.
- Að annast forvarna- og heilsueflingarverkefni.
- Að efla lýðheilsustarf og meta reglulega árangur af því starfi.
- Að vinna að gæðaþróun.
- Að hafa eftirlit með heilbrigðisþjónustu og heilbrigðisstarfsfólki.
- Að hafa eftirlit með lyfjaávísunum og fylgjast með lyfjanotkun landsmanna.
- Að veita starfsleyfi til löggiltra heilbrigðisstétta.
- Að sinna kvörtunum almennings vegna heilbrigðisþjónustu.
- Að bera ábyrgð á framkvæmd sóttvarna, sbr. sóttvarnalög.
- Að safna og vinna upplýsingar um heilsufar og heilbrigðisþjónustu.
- Að stuðla að því að menntun heilbrigðisstarfsmanna sé í samræmi við kröfur á hverjum tíma og styðja við menntun á sviði lýðheilsu.
- Að stuðla að rannsóknum á starfssviðum embættisins.
Ef einhver getur með sanni sýnt fram á að landlæknir hafi staðið sig í eftirlitshlutverkinu þá skal ég taka orð mín aftur. En eina sem kemur frá landlækni eru auglýsingar um hollt mataræði!!!! Lýðheilsa á ekki að vera aðalviðfangsefni þessarar stofnunar þegar sjálfur grundvöllur kerfisins er að molna sundur. Ef fólkið treystir sér ekki til að vinna undir stjórn þeirra manna sem nú ráða, þá á að skipta þeim vanhæfu stjórnendum út fyrir aðra hæfari.
Þó að einhverjum kunni að finnast þessi orð mín sem persónulegt einelti þá er það alls ekki. Ég þekki hvorki Björn Zoega né Geir Gunnlaugsson og hef ekkert haft af þeim að segja persónulega. Mér hefur bara lengi blöskrað hvert stefndi. Og nú er allt að koma í ljós sem ég varaði við
Neyðarplan vegna læknaskorts | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:32 | Facebook
Athugasemdir
Hvað verður um Jón Baldvin?
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 31.8.2013 kl. 21:52
Væri ekki ráð að leggja þessa ,,Elínu Sigurðardóttir" inn hjá Birni á Landspítlan ?
JR (IP-tala skráð) 31.8.2013 kl. 22:03
Það er tekið til umræðu í næstu færslu
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 31.8.2013 kl. 22:24
Þessir Zoegar eru virkilega farnir að ógna allri heilsugæslu-velferð þessa lands.
Ég skammast mín í dag fyrir að hafi varið Geir Gunnlaugsson þegar hann fékk stöðu landlæknis. Ég var svo vitlaus þá, að trúa því, að maður sem gegnt hafði stöðu læknis í vanþróuðu ríki í Afríku, væri hæfur til að starfa sem landlæknir á Íslandi.
Björn Zoega virðist vera sjálfskipaður fjármálaráðherra Íslands í heilbrigðismálum og Hátækni(niðurskurðar)spítala hátækni-skurðlæna.
Þessir tveir svörtu Zoega-skuggar mafíunnar eru hættulegir.
Ég sagðist verða fyrst til að gagnrýna þennan Geir Gunnlaugsson (Zoega-viðhengi), sem landlækni, þegar ég hefði séð ástæðu til þess.
Hér með gagnrýni ég Geir Gunnlaugsson landlækni og Björn Zoega niðurskurðlækni-sérfræðing harðlega fyrir þeirra embættis/valdagræðgi-stefnu, sem ekki standast læknaeiðinn á nokkurn hátt.
Það er ekki mannúðlegt að mæta við dánarbeð sjúklinga, herra Geir Gunnlaugsson, ef hugsunin bak við heimsókn þína við dánarbeðið er einungis sú, að svíkja bæði þann deyjandi, og hans nánustu! Kanntu ekki að skammast þín, herra landlæknir: Geir Gunnlaugsson?
Zoega-hnífa-niðurskurðarsettið er Íslensku heilbrigðiskerfi er stórhættulegt. Ég skal hiklaust taka þá umræðu áfram í framtíðinni, því þetta snýst um almennings-velferð/heilsugæslu.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 1.9.2013 kl. 02:30
Kannski er mig að misminna, en man samt ekki betur en Zooega hafi farið til Sweeden þar sem hæfileikar hans voru metnir að verðugleikum. Nema þá að Guðbjartur í Sjúkrahusum hafi borgað honum eftir allt saman, þrekvirkið við að halda heilbrygðiskerfinu gangandi án þess að það hafi þurft að segja upp svo sem einum einasta starfsmanni í stjórnsýslunni í hans ráðherratíð. Þarna hafa sparast svo miklir fjármunir að enn þann dag í dag er hægt að bæta á garðann við að skipa vini og kunningja í allslags launaðar nefndir á vegum ríkissin.
Magnús Sigurðsson, 1.9.2013 kl. 05:56
Bjánalegt að kenna Birni Zoega og landlækni um niðurskurðinn í heilbrigðisútgjöldunum. Gengisfall krónunnar og það að nær öll aðföng eru innflutt hefur augljóslega haft gríðarleg áhrif.
Ef sparnaðurinn er Birni að kenna þá er einfaldlega auðveldast að reka hann og þá er málið leyst, en varla er fólk svo barnalegt???
Ef fólk ekki getur eða vill greiða skatta og ríkið er stórskuldugt og engin aukning á verðmætasköpun þá þýðir þetta að heilbrigðisútgjöld sem og önnur velferðarútgjöld verða skrúfuð niður óháð hvort sitja gallharðir sósíalistar eða frjálshyggjumenn við völd.
Hvort hér sé "Norræn velferðarstjórn" skipuð af fyrrum blómabörnum 69 kynslóðarinnar eða "Helmingaskiptastjórn" skipuð af silfurskeiðadrengjum.
Það að Ögmundur (sem raunar hljópst fljótt úr Heilbrigðisráðuneytinu þar sem það ekki var til vinsælda fallið) og Guðbjartur skýldu sér á bak við stjórn Landspítalans segir kanski meira um þá félaga en nokkuð annað. Það er í raun ekki kominn reynsla á núverandi heilbrigðisráðherra.
Gunnr (IP-tala skráð) 1.9.2013 kl. 15:12
Gunnr, þú þarft að hugsa þetta betur. Það er ekki gripið til neyðarplans á Landspítalanum vegna þess að það vanti sjúkragögn eða að tækin séu orðin gömul. Neyðarástand hefur skapast vegna þess að það er búið að ganga framaf fólkinu sem vinnur hjúkrunarstörfin og gengur vaktirnar. Með því að fækka fólki og krefjast sífellt meiri vinnu af of fáum er búið að koma á hættuástandi á spítalanum sem viðurkennt er með því að grípa til neyðarplans. Ef landlæknir hefði staðið sína pligt þá hefði þetta neyðarástand aldrei skapast. Auðvitað vitum við að slæmt efnahagsástand á nokkra sök en skyldur forstjóra Landspítalans og landlæknis eiga náttúrulega að vera við veikt fólk sem þarf þjónustu fyrst og fremst. Ekki hlaupa eins og hlýðnir rakkar eftir skipunum ráðherra. Það má líka segja nei við ráðherra. Þú hlýtur að skilja það. Og þetta snýst ekkert um hver hafi verið ráðherra. Þetta snýst um stjórnunina á Landspítalanum og meðvirknina í Landlækninum
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 1.9.2013 kl. 15:52
Á myndina með fréttinni vantar tvær ofurbyggingar, sem ríkið er að greiða, undir þetta heilsuspillandi svika-landlæknisembætti.
Á myndina vantar líka erfðagreininga-mafíubygginguna hans Kára Stefánssonar, sem nú er í eigu erlendra aðila, sem enginn veit í raun hverjir eru, né hvert takmarkið með tilrauna-starfseminni, sem þar fer fram, er í raun.
Á myndina vantar líka sóttvarnalæknis-ruglhöfuðstöðvarnar, sem ég veit ekki hvar eru. Sóttvarnarlæknir hvatti stjórnvöld til að kaupa og sprauta heilbrigt fólk með svínaflensubóluefni, sem vitað var að var hættulegt. Í dag eru í gangi mörg skaðabótarmál á norðurlöndunum, vegna samhengis svínaflensubólusetningar og mikilli aukningu á drómasýki. Það er hræðilegt.
Ég þakka fyrir góða mynd-samsetningu með fréttinni, á spillingar-byggingunum sem hýsa höfuðstöðvar svika og mannréttindabrota á Íslandi.
Með nánari foto-fixi má bæta restinni við, ásamt höfuðstöðvum lífeyrissjóða/bankaþjónustu-stöðvanna, sem sjá um að spillingar-höfuðstöðvarnar fái næg fjárframlög frá sviknum þrælum og fyrirtækjum á Íslandi og víðar!
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 1.9.2013 kl. 16:29
Afsakið. Ég gleymdi að benda á Hæstarétt Íslands, sem gerir alla þessa spillingu mögulega, í "réttarríkinu" Íslandi.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 1.9.2013 kl. 16:39
Bíddu við Jóhannes,
Þegar sjúkrahús eða opinber stofnun hefur ekki fjármagn er ekki hægt að greiða laun, kaupa lyf eða nauðsynlegan búnað. Fjármagni er skammtað af fjárlögum. Það eru stjórnmálamenn sem gera það. Þeir eru kosnir af kjósendum sem síðan greiða fyrir þetta með sköttum. Ef fólk vill ekki eða getur ekki borgað skatta þá verður að skrúfa niður heilbrigðiskerfið. Ekki ósvipað því og fjölskyldu þegar tekjur duga ekki fyrir útgjöldum þá þarf að lækka standardin. Stjórnmálamenn sem kosnir eru af kjósendum geta síðan valið hvort þeir vilja greiða háar atvinnuleysistryggingar, byggja upp leiguíbúðir, borga í lánasjóð íslenskra námsmanna, greiða fyrir landbúnarframleiðslu eða td. í heilbrigðiskerfið. Það eru stjórnvöld sem ákveða þetta og þau hafa umboð kjósenda.
Augljóslega er þessi mönnunarvandi Landspítalans einfaldlega sá að fólk lætur ekki bjóða sér þetta og fer hreinlega úr landi sem í raun er skiljanlegt. Læknar án sérhæfingar (unglæknar) flýta sínu framhaldsnámi enda er þetta fólk með um 330 þúsund fyrir 40 stunda vinnuviku. Sérfræðingur með margra ára sérnám er með um 550 þús á mánuði (6 ára háskólanám 1 árs kandídatsár 6-11 ára sérnám erlendis og jafnvel doktorspróf) þetta fólk er með 3-4 föld laun erlendis jafnvel í Norrænu nágrannalöndum okkar sem ríkisstarfsmenn á opinberum sjúkrastofnunum sem eru ekki beint talin til hálauna. Það er nánast enginn sem hefur komið til Íslands eftir hrun og íslenska heilbrigðiskerfið er nánast að breytast í varahlutalager fyrir heilbrigðiskerfi nágrannalandanna þar sem sérmennaðir læknar eru farnir að byggja afkomu sína á afleysingastörfum erlendis og þetta skilar sér ekki einu sinni sem skattatekjur til Íslands og þróunin er blátt áfram ógnvænleg. Gríðarlegt fámenni er í mörgum grunngeinum læknisfræðinnar og ástandað gæti fljótt orðið ógnvænlegt ef fólk fær nóg og þetta fólk fær vinnu enda hefur það búið árum saman erlendis og er með kollega og vini er yfirleitt tekið opnum örmum. Um 1% af þeim unglæknum sem halda utan til sérnáms mæla með Landspítalanum og það þarf ekki að velta mikið vöngum að það verður gríðarlega erfitt fyrir íslenskt heilbrigðiskerfi að reyna að ná þessu fólki aftur í bullandi samkeppni við önnur sjúkrahús erlendis. Fólk sem lokið hefur margra ára sérnámi td. í Krabbameinslækningum og rannsóknum og starfsreynslu td. í 6-11 ár á td. stóru háskólasjúkrahúsi í Svíþjóð, flokkast sem sænskmenntaður þótt lokið hafi grunnnámi á Íslandi 12 árum áður. Íslensk stjórnvöld hafa ævinlega neitað sænskum stjórnvöldum um að greiða fyrir sérhæfingu íslenskra lækna enda hefur hún verið íslenskum stjórnvöldum algjörlega að kosnaðarlausu hingað til.
Það er verið að hengja bakara fyrir smið ef kenna á stjórn Landspítalans eða Landlækni um efnahagsástand þjóðarinnar. Einn góður vinur minn rússi lýsti vandræðunum sem þeir áttu í nærri 2 áratugi frá hruni Sovétríkjanna og ekki ólíklegt að Íslendingar séu að mæta álíka. Þeir detta úr hærri söðli enda voru lífskjör betri. Fyrir 1 öld var raunar Ísland eitt fátækasta ríki Evrópu eins og sumir vilja gleyma og leiðin þangað er bæði bein og greið. Það er í raun ákaflega gott töluleg samhengi á milli þjóðartekna á einstakling og launa opinberra starfsmanna.
http://gallery.datamarket.com/fjarlagafrumvarp_2013/ Væntanlega þarf að skera um 50-60 miljarða niður af fjárlögunum því miður. Tími efnahagstöframanna er liðinn á Íslandi.
Gunnr (IP-tala skráð) 1.9.2013 kl. 19:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.