11.9.2013 | 09:03
Ekta Homophobia
Hjá sumum siðamörkin teygð
sem segjast vera edrú,
og saka aðra um samkynhneigð
en sjálfir elska Jesú
Í gleðigöngu Gylfi fer
gott fannst yfirskynið
því bannað útí Eyjum er
að elska sama kynið
Ég viðurkenni vanmátt minn
að varist get ei hugsun um
Í Gay Pride göngu Halldór finn
og Gylfa í hommabuxunum
Gylfi kærir klám í Gleðigöngu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Aldrei eru góðar vísur of oft kveðnar
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 11.9.2013 kl. 09:04
Vel ort.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 11.9.2013 kl. 10:30
Halldór er náttúrulega skoðanabróðir Gylfa, Halldór Jónsson verkfræðingur. En vísan gæti náttúrulega líka verið svona:
Ég viðurkenni vanmátt minn
að varist get ei hugsun um
Í næstu Gay Pride göngu finn
Gylfa í hommabuxunum
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 11.9.2013 kl. 12:43
Satt og rétt.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 11.9.2013 kl. 13:43
Held að það sé ágætt að fá smá mótvægi við öllum halelúja kórnum frá hinsegin liðinu og meðreiðarfólki þess. Skil Gylfa ágætlega, þetta stöðuga áreiti í nafni "frelsisbaráttu" er orðið dáldið þreytt.
Hvumpinn, 11.9.2013 kl. 21:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.