Samfylkingin er súr og langstaðin

Samfylkingin lagði til eina lausn á öllum okkar vanda í aðgerðaleysinu sem einkenndi ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur.  Lausnin fólst í að leggja inn umsókn til ESB að við gerðumst fullgildir meðlimir í klúbbi Evrópuþjóða.  Með þessari þráhyggjupólitík tókst þeim að fresta vandanum sem efnahagskollsteypan olli.  Ekkert var gert í gjaldmiðilsmálum, ekkert var gert í snjóhengjuvandanum og ekkert var gert í skuldamálum einstaklinga sem ekki var fyrst borið undir fulltrúa AGS og Seðlabanka Evrópu. Ekkert var gert til að afla hugmyndinni um lausnina sem fólst í inngöngu í ESB fylgis. Og afleiðingin var versta útreið í kosningum sem nokkur flokkur hefur fengið á lýðveldistímanum.

Nú skyldi maður ætla að menn drægju ákveðinn lærdóm af þessari rassskellingu kjósenda en ekkert bólar á því hjá forystu Samfylkingarinnar.  Árni Páll neitar að hella upp.  Hann býður bara upp á gamla uppáhellinginn sem þar að auki er orðinn súr.

Þess vegna stendur Sigmundur Davíð sterkur.  Hann er að framkvæma það sem allir sögðu honum að væri ekki hægt.  Þegar það kemur í ljós að þetta er vel hægt þá verður ekki gaman að vera súr Samfylkingarmaður.

Þá verður hlegið að málflutningi blogghers Samfylkingar og Gáfumannafélaginu á Eyjunni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband