12.9.2013 | 19:13
Sigga Rut toppar lagatæknina
Hreint ótrúlegt var að hlusta á málflutning hæstaréttarlögmannsins, Sigríðar Rutar Júlíusardóttur í Speglinum áðan. Talandi um lagatækni þá toppaði þetta viðtal allt sem áður hefur komið frá íslenskum lögmönnum. Bera íslenskir lögfræðingar enga virðingu fyrir lögfræði sem fræðigrein? Er lögfræði bara eitthvað sem hægt er að teygja og afskræma til að þjóna hvaða málstað sem er í þeirra augum. Samkvæmt henni er ríkissjóður ábyrgur vegna loforða Framsóknarmanna um skuldaleiðréttingu og Sjálfstæðismenn bera líka ábyrgð með því að sitja hjá og taka ekki afstöðu. Hvar endar þetta? Við getum semsagt ekki gert ráðherra ábyrga fyrir mistök sem þeir sannanlega gera í starfi en það er hægt að sækja þá fyrir dómi ef þeir gera ekki það sem þeir segjast ætla að gera!! Hlusta má á viðtalið við lagatæknifræðinginn hér
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:25 | Facebook
Athugasemdir
Þvílíkt endemis bull,þetta verður aldrei hægt að toppa í lagatækninni.Réttmætar væntingar, lúti Eignaréttarákvæði stjórnarskrárinnar: L O L
Ber þetta fólk enga virðingu fyir lögfræði sem fræðigreinar?
Valli Björs (IP-tala skráð) 12.9.2013 kl. 22:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.