Húsnæðisúrbætur

Hvernig stendur á því, að eina sem stjórnmálamönnum og möppudýrum dettur í hug í sambandi við félagslegar úrbætur er að niðurgreiða okur?  Tökum sem dæmi vaxtabætur sem er ekkert nema niðurgreiðsla ríkisins á verðtryggingu og okurvöxtum og nú á að útfæra samskonar niðurgreiðslu á húsaleiguokrinu í formi húsnæðisbóta.  Þetta er rugl.  Hættum alfarið að niðurgreiða okrið og tökum þess í stað upp refsingar í formi sekta ef menn verða uppvísir að okri. Fyrsta skrefið er ný og betri neytendalöggjöf þar sem okur er skilgreint og ákveðin viðurlög sett.

Verðtryggingin er aðeins í gildi vegna þess að ríkið er að niðurgreiða hana í formi vaxtabóta.  Ef aldrei hefði komið til þessarar niðurgreiðslu þá væri löngu búið að afnema verðtryggingu því engum dytti í hug að taka verðtryggð okurlán.

Setjum á laggirnar verðlagsnefnd húsaleigu, sem verði leiðbeinandi um hámarks leiguverð og úrskurðaraðili í kærumálum sem koma til vegna ágreinings leigjenda og leigusala. Það er algerlega útúr korti að leiguverð rekstrarfélaga og leigufélaga taki mið af skuldastöðu þeirra sem reka þessi félög. dæmi um slíkt eru Félagsbústaðir í Reykjavík og rekstrarfélög stúdentaíbúða út um allt land.

Ég held það sé full ástæða til fyrir sveitafélög að endurskoða okrið í lóðamálum. Lóðir eiga ekki að fjármagna allan kostnað sveitarfélaga af byggingum. Með því að bjóða ódýrar lóðir er verið að laða að framtíðarskattgreiðendur en ekki bara húsbyggjendur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Og ég tek það fram að það eru alls ekki nálægt því allir sem eru að okra á leigjendum sínum.  Fjarri því.  Og það eru þeir aðilar sem eiga að mynda viðmiðun fyrir úrskurðarnefndina um hvað sé eðlilegt leiguverð og hvað sé púra okur. Ruglið í fréttamönnum sem slá upp tölum um 300 þúsund króna leigu fyrir 120 fermetra íbúð þjóna aðeins æsifréttamennsku við komandi miðils. Það á að tala um okurleigu sem okur og við eigum að vinna gegn því opinberlega. Ekki þegja um það.  Eitt fáránlegt dæmi get ég sagt frá um okur á Akureyri síðan í sumar en þar var húseigandi sem setti upp þóknun fyrir að sína íbúð sem hann vildi leigja.  Þetta er svívirða.  Verst að ég get ekki sagt nafn þessa dólgs.

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 14.9.2013 kl. 13:22

2 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Bætur hljóma betur, og eru sjáanlegar. Þær gefa því frekar atkvæði.

Annars er hátt verðlag hér á landi fyrirbæri sem mig grunar að enginn hafi í raun áhuga á að leiðrétta - vegna þess að allir munu finnast þeir missa spón úr aski sínum við slíka leiðréttingu. Vegna þess að svo andksoti margir taka þátt.

Ásgrímur Hartmannsson, 15.9.2013 kl. 02:04

3 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Mér finnst nú bætur ekki hljóma betur í þessu sambandi. Flestir held ég vilji vera sjálfstæðir. Þeir sem þurfa að reiða sig á millifærslukerfi pólitíkusanna eru ekki sjálfstæðir. Því hugmyndafræði borgaraflokkanna byggist á að pólitíska elítan eigi að deila og drottna. Innheimtir skatta og leggur á allskonar gjöld til að útdeila aftur eftir eigin reglum og eigin geðþótta. En þeir eru líka nógu séðir að hafa brauðmolana nógu marga til að enginn rísi gegn þessu spillingarkerfi sem borgaraleg hugmyndafræði byggir á.

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 15.9.2013 kl. 08:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband