15.9.2013 | 09:45
Helgar tilgangurinn alltaf meðalið?
Datt inn á sjónvarpsstöðina ÍNN áðan því nafnið á þættinum vakti athygli mína. Skuggaráðuneytið á sér augljósa tilvísan í breska pólitík en lítið fannst mér fara fyrir ábyrgri stjórnarandstöðu umræðu hjá ungu konunum 3 sem þarna létu móðan mása eins og þeim væri borgað fyrir það. Þarna voru Kata Júl, Kata Jakobs og Heiða Kristín að ræða um ríkisfjármálin frá sínum takmarkaða sjónarhól. Sérstaka athygli mína vöktu ummæli Kötu Júl, að hún væri alveg tilbúin að samþykkja Hagstofu frumvarpið EF ekki væri vegna þess að upplýsingarnar verða ekki tilbúnar fyrr en í mars á næsta ári!
Nú spyr ég, Eru engin prinsip í gildi hjá Samfylkingunni? Finnst varaformanninum allt í lagi að brjóta á mannréttindum til að þjóna mjög svo óljósum markmiðum stjórnvalda til að stunda persónunjósnir?
Ef menn hafa prinsipin í lagi þá þurfa menn aldrei að standa frammi fyrir svona dilemmu. Og þá er líka auðveldara fyrir kjósendur að ganga að því vísu að það sem sagt er standi. Og afhverju var Heiða Kristín að láta draga sig niður í skotgrafirnar? Var ekki flokkurinn hennar að boða siðvæðingu og nýja umræðuhefð? Í þessu spjalli ungu kvennanna örlaði ekki á skynsemi. því miður. Og alltaf þegar mér finnst ég hafa meira um málefnin að segja en kjörnir AlÞingismenn þá lízt mér ekki á blikuna. Því þetta er fólkið sem á að hafa vit fyrir okkur hinum og þarna voru 2 ungar konur, sem hafa haldið um stjórnvölinn undanfarin 4 ár og bera því ábyrgð á bágri stöðu ríkissjóðs og þeim gífurlega skuldavanda sem þjóðin verður áratugi að vinna sig útúr ef ekki kemur til ný hugsun og nýjar leiðir. Kreppudýpkandi aðgerðir fyrrverandi ríkisstjórnar bættu á vandann og heimskulegar ákvarðanir Steingríms J, juku skuldir ríkissjóðs um milljarðatugi. Sjóvá og Spkef. Tala nú ekki um Icesave vextina sem honum fannst bara í góðu lagi að skuldbinda ríkissjóð til að greiða fyrir þrotabú glæpabankans.
Nei takk Kata Júl. Þú ert ekki rétta manneskjan til að vera í skuggaráðuneyti. Og Kata Jakobs, þú ert alveg jafn ábyrg og aulinn Steingrímur J, fyrir þeim efnahags afglöpum sem fyrri ríkisstjórn er sek um. Þess vegna átt þú ekki heldur að vera í skuggaráðuneyti. Ef einhver ærleg taug væri í ykkur tveim þá ættuð þið að viðurkenna andverðleika ykkar og stíga til hliðar. Við þurfum greinilega á nýju blóði að halda og það kemst ekki að fyrir ykkar líkum.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Jamm, Það var lagið.
Helga Kristjánsdóttir, 15.9.2013 kl. 11:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.