Fjármálaráðherra meðábyrgur fyrir landspjöllum

Bjarni Benediktsson gæti beitt sér á mörgum sviðum en gerir ekki.  Samkvæmt hagsmunaskráningu Alþingismanna situr Bjarni Í skipulagsráði Garðabæjar og gæti ef hann vildi mótmælt umhverfisspjöllunum í Gálgahrauni. En sennilega er hann meðmæltur þessum framkvæmdum þótt ríkissjóður sé tómur.  Þetta eru jú vinir og flokksmenn sem stjórna öllu í Garðabæ og hafa gert lengi.
mbl.is Hraunavinir mótmæltu í Gálgahrauni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Þetta er stór og mikil afbökun hjá þér, það hafa engin umhverfisspjöll verið framin í Gálgahrauni og verða ekki..........

Jóhann Elíasson, 16.9.2013 kl. 09:47

2 identicon

Eru ekki helstu landspjöllin á hálendinu þar sem náttúruunnendur kaffæra allt í skít? Það segir a.m.k. maðurinn sem fer allra sinna ferða í flugvél.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 16.9.2013 kl. 11:08

3 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Sæll Jóhann, þetta er bold statement hjá þér. Það er ekki nóg að staðhæfa ef engin rök styðja fullyrðinguna. Allar myndir af þessum framkvæmdum sýna svo ekki er vafi á , að þarna á að fara í óafturkræfar framkvæmdir og hvað er það annað en umhverfisspjöll?

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 16.9.2013 kl. 13:57

4 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Elín, það gefur auga leið að meðan við leyfum lausagöngu ferðamanna þá munu margir skilja eftir mikinn úrgang.

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 16.9.2013 kl. 13:59

5 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ég sá engin rök fyrir þinni staðhæfingu um "stórkostleg spjöll", hvernig getur þú ætlast til að að færi rök fyrir máli sínu þegar þú gerir það ekki sjálfur?????

Jóhann Elíasson, 16.9.2013 kl. 14:18

6 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Rökin fyrir spjöllunum eru framkvæmdin sjálf! Stundum þarf ekki að benda á það augljósa en greinilega skilja ekki allir alvöru málsins

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 16.9.2013 kl. 14:26

7 Smámynd: Jóhann Elíasson

Í mínum augum og huga hafa ekki verið unnin nein spjöll.  Talandi um það augljósa....

Jóhann Elíasson, 16.9.2013 kl. 14:30

8 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Þá áttu bara að segja að þú styðjir spjöllin. Því spjöll eru þetta sama hvað menn reyna að gera lítið úr umhverfisvernd

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 16.9.2013 kl. 14:48

9 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ég lít ekki á þetta sem spjöll.  Menn líta hlutina misjöfnum augum................

Jóhann Elíasson, 16.9.2013 kl. 21:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband