Eins gott að makríllinn bregðist ekki

Fyrir það fyrsta þá er það jákvætt fyrir þjóðfélagið að stjórn Granda ræðst í þessar fjárfestingar. Flotinn okkar er orðinn hættulega gamall og því brýnt að endurnýja hann sem fyrst. Eins og segir í fréttinni þá er floti Granda mjög gamall og þótt honum sé vel við haldið þá eru gæðakröfur markaðarins orðnar svo miklar að einungis nýjustu og fullkomnustu skipin standa undir þeim. Helstu samkeppnisþjóðir okkar, Noregur og Færeyjar eiga miklu nýrri og fullkomnari flota heldur en við og því var hætta á að við töpuðum mörkuðum.  Hins vegar er það varla fagnaðarefni fyrir þá sjómenn sem missa vinnuna að þessi ákvörðun skuli tekin. Svo ánægjan er tvíbent.

Enginn vafi er á því að velgengni Granda er tilkomin vegna góðs gangs í uppsjávarveiðum og þess vegna er brýnt að ná samningi um ásættanlegan hlut í uppsjávarstofnunum. Einhvern veginn held ég samt að núverandi ríkisstjórn eigi eftir að klúðra þeim málum.  Því það er ekki nóg að veiða.  Það verður líka að selja og ef makríldeilan harðnar þá er hætta á að markaðir fyrir allar fiskafurðir okkar skaðist.

 


mbl.is HB Grandi pantar tvö ný skip
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband