Já ráðherra

 Ef nefndin um hagræðingu og sparnað gerir ekki tillögur um fækkun allra þessara aðstoðarmanna í þingflokkunum og ráðuneytunum þá er þessi nefnd ekki að að vinna af heilindum.  Mér er alveg sama þótt menn bendi á að kostnaðaraukinn sem lendir á skattgreiðendum vegna þessara heimilda skipti ekki sköpum fyrir afkomu ríkissjóðs. Ég er að tala um prinsipp mál. Og það yrði um táknræna afstöðu nefndarinnar að ræða sem gæfi öðrum tillögum hennar meira vægi.

 Ef störf þingmanna og stjórnmálamanna allra, ráðherra og bæjarstjóra og sveitastjórnamanna eru orðin svo flókin og sérhæfð að þau kalli á 1-2 stöðugildi hvert starf, þá er ekki rétta svarið að fjölga á jötunni. Þá þarf að draga úr umfanginu með minni yfirbyggingu og minni miðstýringu og færa ákvörðunarvaldið til fólksins.

 Ef bóndi hefur takmarkað fóður þá fækkar hann á fóðrum. Hann fjölgar ekki.  Dæmið um bóndann má yfirfæra á margt í okkar litla þjóðfélagi.  Hvort sem er bólgan í opinbera rekstrinum eða heimskan í fiskihagfræðinni. Það skilur örugglega Ásmundur Daði.


mbl.is Magnús aðstoðar Illuga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband