Lengi að fatta

Ég benti á fyrir viku síðan að herferðin til varnar flugvellinum væri sennilega uppblásið kosningamál Sjálfstæðismanna í komandi borgarstjórnarkosningum. Síðan hefur ýmislegt komið fram sem styður þá kenningu og fleiri og fleiri eru að komast á þessa skoðun.

Ég spáði því líka að innanlandsflug Flugfélags Íslands myndi verða flutt til Keflavíkur í fullri sátt allra Íslendinga enda augljóslega hagkvæmast fyrir landsbyggðina.

En það er lærdómsríkt að hafa orðið vitni að móðursýkinni sem birtist í orðum margra sem tjáðu sig af engri þekkingu en þeim meiri tilfinningum um þetta ómerkilega mál. Fyrir það fyrsta var alltaf staglast á þeirri blekkingu að verið væri að færa flugvöllinn og þá upphófst gamla þrasið um mismunandi staðsetningu þegar ekkert slíkt er til umræðu hjá núverandi borgarstjórn.  Það er eingöngu tillaga um að loka norður-suður flugbrautinni samkvæmt samkomulagi við þáverandi samgönguyfirvöld og samkvæmt skipulagstillögum sem unnið hefur verið eftir í næstum 10 ár.  Og svo var blandað inn í umræðubullið sjúkraflugi og mikilvægi Reykjavíkurflugvallar sem varaflugvallar fyrir Keflavík!  Hvenær hefur Reykjavíkurvöllur verið nýttur sem varavöllur?  Svarið er aldrei! Enda hentar hann ekki m.t.t. öryggis. Hins vegar hafa bæði Akureyrarflugvöllur og Egilsstaðavöllur verið nýttir sem varavellir og munu verða það áfram óháð því hvort norður-suður brautinni í Vatnsmýri verður lokað.  Svo er það bullið um sjúkraflugið. Það vill svo til að miðstöð sjúkraflugs er á Akureyri en ekki í Reykjavík. Og þótt í Reykjavík verði bara ein flugbraut til langframa þá er það bara það sem tíðkast annars staðar. Og þótt innanlandsflug Flugfélags íslands flytji til Keflavíkur þá eru fleiri flugfélög sem stunda áætlunarflug og hafa höfuðstöðvar á Reykjavíkurvelli.  Þau munu ekki verða í vandræðumj með að aðlaga sig að einni flugbraut enda eru suð-vestan og suð-austan áttir ríkjandi vindáttir hér og lokun norður-suður brautar því ekki meiriháttar röskun á flugi. Enda held ég að lokanir flugvalla úti á landi ráði mestu um flugið.  Ekki lokanir vallarins í Vatnsmýri.

Þetta allt ættu menn að athuga nú í aðdraganda uppröðunar á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.  Vilja stuðningsmenn listans sjá sama þreytta liðið þar áfram?  Vilja menn hafa fólkið sem er ábyrgt fyrir vanda Orkuveitunnar áfram við stjórn borgarinnar?  Sama fólkið og gerði helmingaskiptasamning við eins manns borgarstjórnarflokk Framsóknar?  Vilja menn að eiginkona auðjöfurs ráði mikilvægum ákvörðunum varðandi smásöluverslun í Reykjavik?  Vilja menn að dóttir stjórnarformanns í banka og fyrrum ráðherra og forstjóra Landsvirkjunar komist til valda í skjóli frændhygli?

Þessum spurningum þurfa nú Sjálfstæðismenn sem velja á lista sinn á næstu vikum að  svara.  Því til að ná völdum þarf að bera fram nýjan lista með nýjum áherslum. Ekki sama gamla þreytta liðið sem hefur engar lausnir og ekkert nýtt fram að færa.  Reykvíkingar munu ekki láta flugvallarmálið glepja sér sín þegar í kjörklefann kemur. Þeir munu fatta á endanum að eigendafélag Sjálfstæðisflokksins er að blekkja í þeim eina tilgangi að ná völdum.  Sama á við um lista Samfylkingar, þar þarf að verða endurnýjun.  Þetta fólk er allt samsekt í vondri fjármálastjórn borgarinnar.  

Flokkur sem leggur áherslu á meiri sjálfstjórn hinna mörgu og ólíku hverfa mun án efa fá mikið fylgi. Ef það verður bezti flokkurinn þá er það í góðu lagi.  Nú ættu þeir að vita hvernig stjórntæki borgarinnar virka og eru betur í stakk búin að leiða nauðsynlegar breytingar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband