5.10.2013 | 01:08
Háskólinn og holan
Í Háskóla heimskunnar vestur á Melum
hirðum við lítt um það hverju við stelum.
Mottóið okkar, að menn bara muni
"merkin" rétt setja svo engan neitt gruni
-Í fjársvelti ríkisins byggðum má blæða
því byggja skal höll hinna íslenzku fræða.-
Atkvæðismunar á Alþingi neytti
ólánsöm Kata sitt samþykki veitti
Framkvæmdir hófust án frekari tafa
fenginn var verktaki, ýta og grafa.
-Í fjársvelti ríkisins byggðum má blæða
því byggja skal höll hinna íslenzku fræða.-
Ef byggja skal höll er að mörgu að hyggja
en helst er það fjármagn sem þyrfti að tryggja
Ei lengur neinn efast að íslensk við erum
eins og með Hörpu við mistök hér gerum
-Í fjársvelti ríkisins byggðum má blæða
því byggja skal höll hinna íslenzku fræða.-
Áður en börn okkar detta í brunninn
byrgja þarf svæðið og moka í grunninn
Uppi í Háskóla enginn er friður
því Illugi ákvað að skera þar niður
-Í fjársvelti ríkisins báðum má blæða
byggðum og byggingu íslenzkra fræða.-
Alþýðan þarf ekki höll hinna heimsku
í huga sér geymir svo fall' ekk' í gleymsku
dýrmætar sögur og dróttkvæðin þungu
dýrustu djásn hinnar íslensku tungu
byggðum og byggingu íslenzkra fræða.-
Flokkur: Tækifærisvísur | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.