15.10.2013 | 12:42
Alger endurnýjun er forsenda fyrir viðspyrnu
Núverandi borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins eru trausti rúnir og aðalástæða fyrir slakri útkomu flokksins í síðustu kosningum. Ef Sjálfstæðismenn vilja auka áhrif sín þá verður að bjóða fram nýtt fólk sem er algerlega með hreinan skjöld varðandi helstu átakamálin í stjórn Borgarinnar og fyrirtækja hennar. Orkuveitan er ekki komin á lygnan sjó og það þarf að taka pólitískar ákvarðanir um framtíð þessa óskafyrirtækis Reykjavíkurborgar á næsta ári. Það er mikil hætta á að ef ekkert verður gert þá fari OR í þrot. Hvers vegna ekki er um þetta rætt á sér skýringar í því að núverandi borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar eru bullandi vanhæfir til að fjalla um málið vegna fyrri afskipta í ákvörðunum sem leiddu til slæmrar fjárhagsstöðu núna. Þessvegna þaga allir þunnu hljóði. Fregnir um nýja kandidata sem ætla að bjóða fram krafta sína í þágu borgarbúa eru því ánægjefni. Vonandi að kjósendur flokksins í komandi prófkjöri séu sama sinnis að þörf sé róttækrar uppstokkunar. Sjálfstæðismenn þurfa ekki sterkan leiðtoga, þeir þurfa samhentan hóp sem vill vinna í þágu allra borgarbúa að meiri valddreifingu og meira sjálfstæði hinna mörgu úthverfa. Miðstýringin er orðin alltof mikil og báknið alltof þungt í vöfum. Póstnúmer 101 er ekki upphaf og endir alls.
Sigurjón tekur þátt í prófkjöri | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.