Enn af útsendingarstjórn RUV

Stutt er síðan hálf þjóðin fór á límingunum vegna rofs á útsendingu frá fótboltaleik.  Í kjölfar hvers ,Páll Magnússon sá sitt óvænna og baðst afsökunar á ódæði útsendingarstjóra síns.  En máttur auglýsenda er mikill og enn á ný er dagskrá rofin til að koma auglýsingu í loftið.  En þetta gerðist í dag þegar þáttur um Tour De France var fyrirvaralaust rofinn til að koma auglýsingum í loftið. Þetta gengur einfaldlega ekki að bjóða mönnum upp á svona ófagleg vinnubrögð.  Ef menn geta ekki reiknað rétt lengd auglýsinga til að dagskrá riðlist ekki þá verða menn að kötta á auglýsingu en ekki auglýstan dagskrárlið.  Þar að auki er magn auglýsinga alltof mikið.  Hélt að settar hefðu verið takmarkanir á því hve margar mínútur mætti selja undir auglýsingar en sé ekki að eftir því sé farið.  Ég er reyndar þeirrar skoðunar að þegar magn auglýsinga er orðið jafn mikið og hér á landi þá virki þær öfugt við það sem ætlað er.  Það ættu auglýsingastjórar að rannsaka.  Það eru hér á landi fyrirtæki sem auglýsa tiltölulega sjaldan en virðast þrífast betur en þau sem gefa okkur engan frið hvorki í útvarpi né sjónvarpi.  Auglýsingahórerí RUV er ein af aðalástæðum fyrir óvinsældum miðilsins. En það er svo sem ekki bara auglýsingarnar því dagskrárstjórinn virðist engan metnað hafa til að þjóna áhorfendum miðilsins með framboði af því nýjasta sem verið er að sýna í nágrannalöndum okkar. Þó með einni undantekningu en það er sýningin á Broen II.  Jafnvel þótt ég horfi yfirleitt á útsendingu DR1 þá má hrósa RUV fyrir að sýna þættina ekki nema 2 daga gamla.  Yfirleitt hafa íslenzkir áhorfendur þurft að bíða í mánuði og ár eftir nýjustu þáttaseríunum og ég tala ekki um kvikmyndirnar. Engin kvikmynda RUV er yngri en 3 ára og flestar þaðan af eldri. Engin furða þótt menn neyðist út í ólöglegt niðurhal á helgarafþreyingu þegar ríkismiðillinn stendur sig svona illa.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Reykdal

Fyrirgefðu...hvað í andskotanum ertu að tala um?

Veit ekki betur en að tour de france hafi spilast eðlilega. Bæði fyrri og seinni þáttur.

Það enda ekkert allir þættir á kreditlista.

Jóhannes Reykdal, 20.10.2013 kl. 17:12

2 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Ekki trúi ég því að seinni þátturinn hafi endað í nánast miðri setningu. Horfði líka á endirinn á RUV+ og það var sama sagan.  Ef þú ert að vinna hjá RUV þá skora ég á þig að kanna þetta.  Gæti svo sem verið galli á myndskrá.  En að ekki komi einu sinni fram fyrir hvern er framleitt stenst ekki.

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 20.10.2013 kl. 17:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband