Félagsvísindastofnun

Margir hváðu við þegar fyrirbærið Sundstofu bar á góma í umræðunni í gær.  Ég hélt eins og fleiri að um væri að ræða enn eina eftirlitsstofnun stjórnvalda en svo reyndist ekki  vera.  Fyrirbærið er sagt vera ein af undirstofnunum Félagsvísindastofnunar Háskólans en við leit á þeim vef er hvergi minnst á þetta fyrirbæri.  Hvernig stendur á því?

 
Hvað nákvæmlega er hér á ferðinni er því jafn mikið á huldu og áður.  En ef þessi stofnun er til marks um hvernig Háskólinn stendur að rannsóknum og fræðastarfi þá er það mín skoðun að þar skorti metnað og þeir hljóti að geta fundið eitthvað þarfara fyrir nemendur að rannsaka en ekki síst eitthvað sem nýtist þjóðfélaginu.  Því þjóðfélagslegt gildi náms hefur minnkað með auknu framboði námsbrauta og 2. flokks háskóla.
Er það svona sem erlendir háskólar haga rannsóknum og kennslu?  Ég bara spyr..
 
Síðustu fréttir af því hvernig málum er fyrir komið innan þessarar stofnunar, sem er Háskóli Íslands er ekki traustvekjandi.  Heil deild undir handleiðslu sálfræðiteymis á meðan aðrar (kynjafræðideild) stunda neteinelti og frjálshyggjupostular standa fyrir afvegaleiðingu og sögufölsunum.  Og allt virðist þetta eiga upptök innan Félagsvísindastofnunar!  Hversu langt er hægt að ganga í nafni rannsókna og fræða!
 
 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband