29.10.2013 | 15:02
Stríðshrjáða Ísland og kínverska heimsveldið
Á Íslandi geysaði efnahagsstríð í kjölfar hrunsins en afleiðingarnar samt ekki ósvipaðar og þar sem hefðbundin átök verða. Þegar stríð geysa er samgöngukerfið yfirleitt það fyrsta sem er eyðilagt. Því næst aðrir innviðir, eins og skólar og sjúkrahús og að síðustu eru stjórnvöld neydd til hlýðni. Hér gerðist þetta í öfugri röð.
Infrastrúktúrinn hér á landi hefur stórlega látið á sjá. Margir vöruðu við aðkomu AGS að endurreisn fjármálakerfisins og spádómar þeirra sem það gerðu hafa gengið eftir. Fjármálakerfið var endurreist á kostnað skattborgara og fasteignaeigenda á meðan innviðirnir voru fjársveltir. Afleiðingin varð atgervisflótti og og í dag sitjum við uppi með ónýtt heilbrigðiskerfi og ónýtt vegakerfi og grunnþjónustu af svo skornum skammti víða á landsbyggðinni að í raun ætti að lýsa yfir neyðarástandi ef hér væru ábyrgir aðilar við völd. En fjármálakerfið er í góðu lagi! Þökk sé AGS og Steingrími J.!
Ég nefni sérstaklega 2 stoðir , heilbrigðiskerfið og vegakerfið vegna þess að það þurfti ekkert að eyðileggja þessa innviði eins og gert var. Ef við hefðum haft stjórnendur yfir þessum stofnunum með andlegt atgervi til að verja þær þá hefðu stjórnvöld verið neydd til meiri ábyrgðar.
Hvað var Landlæknir að hugsa og hvað er Vegamálastjóri að hugsa?
Landlæknir hlýtur að segja af sér því hans er ábyrgðin og einkis annars. Og Vegamálastjóri sem lætur vegakerfið grotna niður með óheftum þungaflutningum er ekki starfi sínu vaxinn. Hann á líka að segja af sér. (Alveg óháð Gálgahrauns-skandalnum)
Í raun þurfum við nýja Marshall aðstoð ef vel ætti að vera en hver vill svo sem hjálpa okkur! Við sem leyfðum útrásarvíkingum að valsa um rænandi og ruplandi, eigum okkur ekki marga bandamenn. Þetta vita kínverjar og hamra járnið með auknum þrýstingi. Hverju sætir þessi aukni áhugi Kínverja? Er einhver sem trúir því að það séu bara norðurljósin og þessi frábæra þjóð sem hér býr?
Kemur næsta Marshall aðstoð frá Kína?Eðlilegt að nýta áhuga Kínverja | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:52 | Facebook
Athugasemdir
Heilbrigðiskerfið hér hefur aldrei verið neitt spes. Það eina sem það getur verið stolt af er merkilega lítill ungbarnadauði.
Vegakerfið hefur líka aldrei verið neitt sérstakt uppáhald yfirvalda. Við getum til dæmis borið okkur saman við Færeyjar, sem hafa betra vegakerfi en við.
Ásgrímur Hartmannsson, 29.10.2013 kl. 16:38
Heilbrigðiskerfið var víst mjög gott miðað við fámennið. Hér störfuðu sérfræðingar á mörgum sviðum sem jöfnuðust á við það sem gerðist best hjá milljónaþjóðum og ekki kvörtuðu þeir undan tækjakosti eða vinnuþrælkun svo við getum ályktað að kerfið hafi verið harla gott. Núna fást ekki einu sinni læknanemar til að vinna á aðalsjúkrahúsinu sem á líka að sinna kennslu og þjálfun!
Ég man eftir að fyrir 20 árum var metnaður hjá stjórnvöldum til að byggja upp gott vegakerfi. Þá hefði ekki verið möguleiki að útgerðarmenn fengju að flytja hér fisk á milli landshorna á 40-50 tonna flutningatækjum athugasemdalaust. Núna heyrir til undantekninga ef vegamálastjóri setji þungatakmarkanir. Í fyrra sumar var meira að segja leyfður flutningur á 100 tonna flutningi úr Reykjavík uppá Grundartanga þó að þar sé storskipahöfn sem hefði átt að nota. Vegna þess hversu vegakerfið er mikilvægt þá eigum við að hlífa því og beina flutningum og ég tali nú ekki fiskflutningum sjóleiðina. Ef ekki þá eiga þeir sem slíta vegunum einnig að borga fyrir viðhaldið!
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 29.10.2013 kl. 16:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.