5.11.2013 | 10:13
Hallærislegur Gísli Marteinn
Sú ákvörðun Páls Magnússonar, að hlýða pólitísku valdboði úr Valhöll og ráða kjörinn borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins til að stjórna spjallþætti á RÚV, á eftir að hafa eftirmála. Nú þegar hefur málið valdi óróa meðal pólitískt skipaðrar stjórnar RÚV ohf. og víst er að sú óánægja á eftir að vinda uppá sig. Ég er ekki í þeim hópi sem telur það merki um pólitísk afskipti stjórnarinnar að bóka óánægju með framgöngu útvarpsstjóra í þessu máli. Ráðning Gísla Marteins var algerlega á skjön við reglur stofnunarinnar um pólitískt hlutleysi og opið ráðningarferli. það er ekki í starfslýsingu Páls Magnússonar , að hann eigi að ráða dagskrárgerðamenn eða þáttastjórnendur prívat og persónulega. Hann kom ekki að ráðningu dóttur sinnar og hann átti ekki að koma að ráðningu Gísla Marteins. Stjórnarmenn RÚV ohf..yfirmenn Páls, eru í fullum rétti að gera athugasemdir við þetta gerræði/flokksræði án þess að vera sakaðir um pólitísk afskipti.
En svo er það frammistaða Gísla sjálfs. Nú hefur hann stýrt 2 þáttum og því miður þá stendur hann ekki undir væntingum. Uppbygging þáttarins er ætlað að höfða til almennings en raunveruleikinn er annar. Hugleikur er nógu hallærislegur í eigin teiknimynd þó hann sé ekki látinn stuða virðulegar miðaldra konur eins og Rögnu Árnadóttur og Gerði Kristnýju með blaðri sínu. það var auðheyrt að Rögnu leið illa í þessu kaffiboði Gísla Marteins og ég efast stórlega um að fólk muni standa í biðröð eftir að komast í þennan þátt þegar á líður.
Eins finnst mér tengingin við samfélagsmiðlana og skjáskotin af skilaboðunum til Gísla vera mistök. Verður þetta virkilega svona? Fá 2 aðila í kappræður og grilla annan en steikja hinn með hjálp net-trölla? Nei takk, Gísli Marteinn. Snúðu þér aftur að borgarmálum. Þú varst góður þar. Í þessu nýja hlutverki ertu bara hallærislegur.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:18 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.