6.11.2013 | 23:47
Laugavegurinn annar ekki umferð
Kaupmenn hljóta að átta sig á að lokun Laugavegar fyrir allri bílaumferð er orðið brýnasta hagsmunamál þeirra sjálfra. Í dag er orðið erfitt að komast leiðar sinnar fyrir gangandi vegfarendur og ekki er ástandið betra fyrir okkur sem hjólum. Ég er þó á því að ekki sé þörf fyrir öll þessi skilti og þau eru slysagildrur fyrir sjónskerta. Meira tillit og meira samráð skaðar engan en auðvitað er borgin í fullum rétti að fjarlægja þessar slysagildrur.
Borgin fjarlægði skilti kaupmanna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Eru skilti frá verslunum meiri slysagildrur en skilti frá veitingahúsum og öldurhúsum? Hafa blindir og sjónskertir sagt það? Er borgin í fullum rétti að mismuna mönnum? Hvaðan kemur þér sú speki?
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 7.11.2013 kl. 14:08
Í fyrsta lagi þá eru gangstéttar ekki hlutar af lóðaréttindum. Í öðru lagi þá hafa blindir,sjónskertir og annað fatlað fólk kvartað yfir lélegu aðgengi í Reykjavík og sérstaklega á Laugaveginum. Með því að taka skilti sem sett eru upp í óleyfi er ekki verið að brjóta á neinum Elín. Hitt er annað mál að auðvitað á ekki að veita einni starfsemi undanþágu frá reglum. Mér finnst að reglur eigi að vera almennar og ekki eigi að mismuna varðandi það.
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 7.11.2013 kl. 14:23
Þá erum við sammála. Leiðinleg þessi lenska að reglur gildi bara fyrir suma. Hinir mega allt.
http://vefir.pressan.is/ordid/2011/06/28/samdrykkja-steingrims-og-villa-a-olstofunni/
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 7.11.2013 kl. 14:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.