Fimmta leiðin

kolgrafarfjor_ur.jpgFimmta leiðin er náttúrulega að rjúfa landfyllinguna á 400 m. kafla og opna þannig fjörðinn á ný. Seinna meir er hægt að brúa þetta haft ef menn telja það hagkvæmt. Stórvirk tæki gætu rofið haftið á skömmum tíma og það þyrfti ekki að kosta marga tugi milljóna en umferðinni verður að beina um gamla veginn að nýju.  10 km. lenging leiðarinnar skiptir minna máli en háskinn sem þessi þverun hefur valdið.

Útflutningsverðmæti síldarinnar sem drapst hefði numið  4-5 milljörðum svo ljóst er að hagsmunirnir eru miklir.  Lærdómurinn sem Vegagerðin verður að draga af þessari heimskulegu þverun er að ódýrasta leiðin er yfirleitt sú versta.

En svo er það Hraunsfjörðurinn?  Er ekki sama hættan þar?


mbl.is Gæti kostað 60-800 milljónir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Á vef vegagerðarinnar er hægt að skoða skýrslu sem Mannvit gerði vegna sjávarfallamælinga í Kolgrafarfirði sumarið 2011, munurinn innan og utan þverunar var greinilegur svo ljóst er að þverunin hefur veruleg áhrif á lífríkið innan þverunar sem nær er að kalla lón heldur en fjörð.

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 8.11.2013 kl. 12:24

2 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Ég nefni ekki auknar veiðar á síld vegna þess að málið snýst ekki um síldina per se.  Málið snýst um þau umhverfisspjöll sem þverunin hefur valdið og þann lærdóm sem verður að draga áður en ráðist verður í sams konar þveranir við norðanverðan Breiðafjörð og á Vestfjörðum.  Síldin kemur og síldin fer eins og við vitum og við eigum ekki að láta umræðuna snúast um hana. Tölum frekar um hvalina og stóru nótaskipin sem reka síldina inná grunnsævið. Því þótt Kolgrafarfjörður verði opnaður þá er það engin trygging fyrir því að síld geti ekki drepist þar aftur ef samskonar aðstæður skapast.  Burtu með nótaskipin og leyfum óheftar veiðar smábáta og sjáum hvaða árangri það skilar.

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 8.11.2013 kl. 12:45

3 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Sé á vef Skessuhorns að bændur við Kolgrafarfjörð telja lika rof á fyllingunni besta kostinn.  Þar segir Bjarni á Eiði að landfyllingin hafi rofið hringstreymi sjávar í firðinum og þarmeð minnkað möguleika til sjávarskipta og endurnýjunar súrefnis. Þetta rímar við það sem allir þekkja nema skrifborðsdýrin hjá vegagerðinni.  Í Eyjafirði er greinilegur litamunur á firðinum eftir því hvort um innstraum eða útstraum var að ræða. Hlustum nú einu sinni á reynsluna og gefum verkfræðinni frí.  Það getur ekki verið verra

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 8.11.2013 kl. 12:59

4 Smámynd: Ólafur Björn Ólafsson

Það myndast auka kostnaður við að setj umferðina á gamla veginn aftur. Þetta er eitthvað sem menn hafa ekki skoðað. Sjálfur veit ég að vegurinn var mjókkaður í kjölfar þess að nýi vegurinn yfir fjörðinn kom.

Þessi "fimmta" leið sem þú talar um er ekki tæk nema að hluta til, auk þess sem kostnaður fer þá í aukna eldsneytisnotkun við að aka leiðinlegann veg. Sjálfur þekki ég gömlu leiðina gríðarlega vel enda ekið hana oftar en ég vil eða get munað.

Nærtækast er að setja smábáta inná fjörðinn til að veiða upp síldina og hægt er að landa henni upp á svipuðum slóðum og vinnubúðirnar sem verktakinn hafði. Ekki þarf að gera mikið til að útbúa smá viðlegukant þar.

Var ég sjálfur ásamt góðum flokki manna við að byggja upp þennan veg, sem margir vilja burt núna með allt of miklum kostnaði. Að veiða síldina sem fer inná fjörðinn skapar hinsvegar tekjur í þjóðarbúið, það gerir niðurrif vegarins ekki. 

Með kveðju

Kaldi

Ólafur Björn Ólafsson, 8.11.2013 kl. 16:27

5 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Takk fyrir innlitið Ólafur kaldi, eitt held ég að menn átti sig ekki á en það er, að þegar síldin er lögst í vetrardvala þá er hún ekki veiðanleg. Þess vegna finnst mér allt tal um að moka henni upp þegar hún er komin inní fjörðinn vera ábyrgðarlaust. Reynum frekar að auka lífslíkur hennar ef hún leitar aftur inní fjörðinn í sama mæli og síðasta vetur.  Það er best gert með því að rjúfa þessa landfyllingu eins og allir virðast sammála um.  Enda sézt best á svona loftmynd hversu groddaleg þessi þverun er. Fjörðurinn er nánast lokaður af.  Ég hélt satt að segja að menn hefðu lært eitthvað af byggingu Borgarfjarðarbrúar.  Þverun Kolgrafarfjarðar með landfyllingu var sennilega ódýrasta lausnin en eins og ég benti á þá eru ódýrar lausnir líka oftast slæmar lausnir. Krafan um stytztu leið milli A og B er skiljanleg en er ekki betra að flýta sér hægar?

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 8.11.2013 kl. 21:06

6 Smámynd: Ólafur Björn Ólafsson

Það eru til dælur, með þeim er hægt að dæla upp.

Man eftir tilraunaverkefni sem framkvæmt var þar sem verið var að kanna hvort hægt væri að soga upp skelfisk. Kanski væri hægt að nýta slíkt tæki sem veiðarfæri á síldina. Menn þurfa kanski að dusta rykið af gömlum hugmyndum sem gætu verið hagkvæmari en sú leið að eyðileggja veg sem kostaði hundruð milljóna að byggja. Svo fyrir utan að þurfa að ráðast í að gera gamla veginn færann fyrir mikla umferð stórra sem smárra ökutækja. Þó það kost kanski einhverjar milljónir að rjúfa þennan veg, þá kostar það líka margar milljónir að laga gamla veginn til að hann verði nothæfur fyrir þennan umferðarþunga sem á núverandi vegi er.

Flýtum okkur hægt segir þú, Jú til þess er leikurinn gerður með styttingu vega, það þarf ekki að flýta sér eins mikið og áður til að komast í tíma frá a - b.

Með kveðju

Kaldi

Ólafur Björn Ólafsson, 9.11.2013 kl. 09:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband