Egils saknað

Egill greyið bitlaus, ber
bókum yfir hengur.
Spegill þjóðar ekki er
Efstaleitis lengur

Glöggir menn sjá að þetta eru sléttubönd því snúið við hljómar vísan:

Lengur Efstaleitis er
ekki þjóðar spegill
Hengur yfir bókum ber
bitlaus greyið Egill


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hangir ekki hengur! Mer thykir skaldaleyfid nokkud teygjanlegt hja ther>

S.H. (IP-tala skráð) 15.11.2013 kl. 15:32

2 identicon

Svona eru þingmenn (eða boðskapur þeirra) í stjórnarandstöðu á hverjum tíma:

Drengur góður varla ver

verstu hliðar manna

gengur hljóður aldrei er

ógnun smælingjanna

Svo komast þeir í ríkisstjórn og þá snýst allt við:

Smælingjanna ógnun er

aldrei hljóður gengur

manna hliðar verstu ver

varla góður drengur.

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 15.11.2013 kl. 17:33

3 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Svo þú vilt vera fulli frændinn?

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 15.11.2013 kl. 17:46

4 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Fín vísa Bjarni Gunnlaugur. 

e.s. Hin athugasemdin var ætluð S.H

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 15.11.2013 kl. 17:49

5 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Breytti einu orði í 1.línu.  Nokkuð sem ég geri afar sjaldan.

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 15.11.2013 kl. 23:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband