Afskriftir Bændasamtaka uppá 1 milljarð!

Mikil umræða besserwissera um fjárhagslegt sjálfstæði Bændasamtakanna vekur furðu í ljósi þess að nýlega voru fluttar fréttir af 950 milljón króna afskriftum Samtakanna vegna láns til Hótel Sögu.  Nú þurfa besserwisserarnir, Guðmundur Gunnarsson o.fl að upplýsa okkur, heimskan almúgann, hvaðan þessi milljarður kom, sem Bændasamtökin veittu í taprekstur Hótelkeðjunnar og hvers vegna Bændasamtökin innleystu ekki gróðann vegna hótelsins árið 2006?  Þá gátu Bændasamtökin innleyst 1 milljarðs hagnað samkvæmt fréttum á þeim tíma. Hvað gerðist?  Var það græðgin eða eitthvað annað?  Svar óskast.  Möppudýrið í ráðuneytinu, Sigurgeir Þorgeirsson,  ætti að vita allt um þetta.  Hann var framkvæmdastjóri Bændasamtakanna þá.

Ef Bændasamtökin hafa tekið þennan pening af framlögum vegna búvörusamningsins þá hlýtur það að skoðast sem fjárdráttur og verða rannsakað sem slíkt.  Ef peningurinn hefur verið tekinn af búnaðargjaldinu þá stemmir það ekki þar sem skipting þess gjalds er ákveðin í lögum og þar fyrir utan er upphæðin sem gjaldið skilar aðeins helmingur af þessari upphæð sem Bændasamtökin afskrifuðu vegna lánsins til hótelsins. Og ekki var féð sótt í vasa bænda.  þeir voru flestir á kafi í sparisjóðabólunni og þurftu á öllum sínum peningum að halda og gott betur til að kaupa stofnbréfTounge


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband