Síldin í Kolgrafarfirði

Enn og aftur eru fréttir af áhyggjum Bjarna bónda á Eiði vegna ástandsins við innanverðan Kolgrafarfjörð en ekkert bólar á fyrirbyggjandi aðgerðum stjórnvalda.  Það er of seint að bregðast við þegar síldin er komin inn fyrir vegfyllinguna því eins og Bjarni bendir á þá er mikil grútarmengun í botni fjarðarins vegna síldarinnar sem drapst í fyrra og var urðuð þar af mikilli skammsýni.  Að leyfa smábátum að veiða innan brúar gæti reynst sýnd veiði en ekki gefin. Bæði vegna aðstæðna en ekki síður vegna tíma. Smábátar veiða ekki nema takmarkað magn og við erum hugsanlega að tala um tugi þúsunda tonna.

En það er til lausn sem hægt er að grípa til strax og hún felst í að strengja nót fyrir gatið á meðan síldin heldur til á þessu svæði og skjóta svo helvítis hvalinn sem eltir torfurnar.

Nú gildia engin hvalverndarsjónarmið. Þetta er spurning um að bregðast við meiriháttar umhverfisslysi og því fordæmi ég silagang yfirvalda og úrræðaleysi.

Hlustum á Bjarna bónda en ekki einhverja skrifborðssérfræðinga í Reykjavík.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband