Meðvituð breikkun á rassgati.

Það er rökrétt að óhæfir ráðherrar þurfi á sérfræðiaðstoð að halda. Þessi skortur á þekkingu var sérstakt vandamál í ráðuneyti Jóhönnu Sigurðardóttur þar sem hver lærlingurinn á fætur öðrum fékk að spreyta sig í starfi ráðherra.  Þá voru samþykkt lög sem heimiluðu ótakmarkaðan fjölda aðstoðarmanna í raun.  Því þótt starfsheitið aðstoðarmaður megi aðeins nota yfir suma þá er vinnan sú sama hvort sem sérfræðingurinn er titlaður aðstoðarmaður eða sérfræðingur í verkefnavinnu.  Af þeim var enginn skortur í ráðuneyti Jóhönnu og í samræmi við lögmál Parkinson þá getur þeim ekki annað en fjölgað!

Ef við viljum ekki bera kostnað af alltof dýru stjórnsýsluapparati þá skulum við hætta að kjósa fimmflokkinn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband