Enn einn útvarpsþátturinn í sjónvarpi RÚV

Ég hlustaði á nýja skemmtiþáttinn, Orðbragð,  í tölvunni áðan. Það eru miklar ýkjur að kalla þetta skemmtiþátt en sem fræðsla á hann fullan rétt á sér í útvarpinu eða jafnvel bara á netinu. Sarah Silverman gerði fyrir nokkru þátt sem nefnist Susan 313.  Þessi uppistandsþáttur fékkst ekki sýndur á kapalstöðinni, en hún fékk leyfi til að setja hann á netið.  Það finnst mér vel til fundið.  Því margt er einfaldlega svo lélegt að það á ekkert erindi í sjónvarp þótt lágmenningar skemmtigildið sé ótvírætt.

Nú veit ég ekki hvernig dagskrárstjóri RÚV velur sitt efni en greinilegt er að hann sækist frekar eftir lélegu efni þótt gott efni sé í boði.  Við því er ekkert að segja.  Sumir eru bara metnaðarlausir og finnst meira gaman að lágmenningu.  En af hverju þarf ég að borga?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband