26.11.2013 | 07:31
Skilja menn virkilega ekki hvað er í húfi?
Hópur fundaði í gær. Hverjir nákvæmlega funduðu og í hvers umboði? það hefði verið betra að það hefði komið fram í fréttinni. Og svo er sagt að ýmislegt hafi verið gert! Að setja út bauju með mælitækjum eftir að þessi manngerða síldargildra fylltist fyrir viku síðan, heitir ekki að ýmislegt hafi verið gert. Það hefur akkúrat ekkert verið gert. Og menn eru greinilega jafn ráðalausir og fyrr. það er hægt að veiða lifandi háhyrning og sleppa honum fyrir innan brú til að láta hann reka síldina út. Einhverjar tilraunir með hvalahljóð hljómar eins og brainstorming á leikskóla.
Það eina ásættanlega er að rjúfa vegfyllinguna og afturkalla þessi umhverfisspjöll Vegagerðarinnar. Það er hægt að gera á nokkrum dögum með réttum tækjum. Og menn eiga ekkert að velta kostnaðinum fyrir sér. Þessi 50-60 þúsund tonn sem drápust síðast var tjón upp á 5 milljarða hið minnsta og menn telja að meira sé í húfi núna. Hvaða vald hefur þessi hópur til að ráðkast með slíka hagsmuni? Ef síldin drepst fyrir utan þrenginguna eða í Grundarfirði þá er það af náttúrulegum orsökum og ekki við neinn að sakast. Ef síldin drepst einu sinni enn inni í Kolgrafarfirði fyrir innan þverun þá er það af mannlegum völdum vegna þess að einhver hópur kaus að spila rússneska rúllettu um hagsmuni sem eru margfalt meiri heldur en kostnaðurinn við að rjúfa fyllinguna og opna gildruna.
Hvalahljóðum beitt gegn síldinni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Samála, þetta eru heymóttarleg viðbröggð stjórnvalda samt eru viðgröggð núna mun betri en fyrri stjórnvalda sem gerðu aldrei nokkurn skapaðan hlut af viti!
Sigurður Haraldsson, 26.11.2013 kl. 08:37
Einfalt. Loka af fjörðinn við brúna. Setja loftdælur af stað í firðinum, sem dæla lofti um slöngur niður á botninn, sem heldur lífi í síldinni á meðan hún er mokuð upp. Svipað og stórt fiskabúr með loftdælum.
Opna svo fjörðinn fyrir næstu torfum.
Páll (IP-tala skráð) 26.11.2013 kl. 09:25
Hvað ef þetta er allur stofninn strákar? Er þá bara allt í lagi að veiða hann allan af því Vegagerðin þveraði fjörðinn og gerði lífsskilyrðin þar ómöguleg? Áherzlan núna á að vera að afturkalla áhrif þverunarinnar sem fyrst. Næstu skref ættu svo að vera að skjóta allan hval á Breiðafirði og svo þarf að endurskoða veiðir´ðgjöfina og áhrif veiðanna á stofninn og þó sérstaklega áhrif vinnsluskipanna á svæðinu. Þarna eru búin að vera undanfarin ár öll okkar stærstu vinnsluskip við veiðar og vinnslu og þau hentu miskunnarlaust úrgangi og sýktri síld og nánast öllu nema verðmestu síldinni aftur í sjóinn. Ég held að smábátar skili hlutfallslega meiru til þjóðfélagsins en veiðar stóru skipanna. Þau ættu ekki að fá að veiða úr þessum stofni. Þau hafa norsk-íslensku síldins, loðnuna og kolmunnann og nú makrílinn. Þau þurfa ekki líka að sitja ein að þessum veiðum líka.
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 26.11.2013 kl. 10:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.