Fólkið í landinu móti dagskrárstefnu Ríkisútvarpsins

Það er vel til fundið hjá stjórn Ríkisútvarpsins ohf. að leita til almennings um tillögur að nýrri stefnumótun fyrir Ríkisútvarpið. Og rökrétt væri í framhaldinu að fá Guðrúnu Nordal til að taka að sér útvarpsstjóra starfið tímabundið eða til frambúðar. Að útvarpsstjóri leiði ekki slíkt starf er ekkert nema vantraust á Pál Magnússon og dulbúin uppsögn.  En skilur hann skilaboðin?  Það er ég ekki viss um.

15577_-_skarphe_inn_gu_mundsson_thumb-300x576.jpgEn það eru fleiri sem hafa brugðist innan RÚV.  Þessi hér til vinstri er gersamlega óhæfur sem dagskrárstjóri menningarsinnaðrar sjónvarpsstöðvar.  Síðan hann tók við hefur dagskrá sjónvarpsins einkennst af íþróttum og amerískri lágmenningu í bland við aulahúmor og innanbúðar afþreyingu. það er enginn hljómgrunnur fyrir Gunnari á Völlum eða því sem nú er boðið uppá á laugardagskvöldum sem skemmtiefni!  Dagskrárstjóri sem ber ábyrgð á svona dagskrá er ekki starfi sínu vaxinn. Það verður örugglega enginn skortur á ábendingum frá almenningi varðandi nýjar áherzlur í efnistökum hjá þessari umdeildu stofnun sem Ríkisútvarpið er orðið á vakt Páls Magnússonar. En fyrst af öllu þarf að breyta ímyndinni og endurheimta trúverðugleikann.  Það  gerist ekki nema Páll og dagskrárstjórarnir hans hætti störfum eða verði reknir.


mbl.is Stjórn RÚV móti sjálf dagskrástefnu til framtíðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Tillögur að stefnumótun,þá kemur mér í hug áhugaverðar framhaldsmyndasögur byggðar á ævi (t.d.) listamanna. Hugsa ég þá til minnisstæðra framhaldsþátta um ævi Verdí´s,sem er hrífandi og skemmtileg. Það sama má segja um þætti Leonard Burnstaine ,hljómsveitastjóra og tónskálds, þar sem hann kennir fullum hljómleikasal barna/unglinga,að skilja hvað tónskáld eru að túlka í verkum sínum, er þá með heila synfóníuhljómsveit á sviðinu. Flestir ná túlkunum sorgar og gleði,en kannski síður glensi og gamni,gömlu meistaranna.--- Svo er það kostnaðurinn og þá viljinn að sína þetta á góðum kvöldtímum.

Helga Kristjánsdóttir, 29.11.2013 kl. 01:55

2 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Þú ert alveg með þetta Helga.

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 29.11.2013 kl. 03:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband