29.11.2013 | 09:42
Brjáluð hugmynd raungerð
Þegar ákveðið var að halda áfram með byggingu Hörpunnar fannst mér nauðsynlegt að húsið yrði alhliða menningarsetur en ekki bara tónlistar og monthús. Í framhaldi af því viðraði ég þá hugmynd að Þjóðleikhúsið og Ríkisútvarpið gætu sem bezt sameinast og flutt starfssemina í Hörpu. Nú er verið að vinna að svipaðri hugmynd fyrir norðan heiðar. Um er að ræða samvinnu Hofs, Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands og Leikfélags Akureyrar. Fyrst Norðanmenn sjá hagkvæmni í svona sameiningu með miklu minna og hagkvæmara menningarhús þá ætti að vera grundvöllur fyrir samskonar sameiningu hér fyrir sunnan þar sem við sitjum uppi með 4 óstarfhæfar rekstrareiningar þar sem Ríkið niðurgreiðir kostnað starfsseminnar. Sinfónían, Þjóðleikhúsið og Ríkisútvarpið eiga hvert í sínu lagi að sinna menningarmiðlun. En vandamálið er fámenni þjóðarinnar sem hefur ekki efni á allri þessari menningu EF hún verður rekin á sömu forsendum og hingað til. Og svo er hitt vandamálið að óábyrgir stjórnmálamenn byggðu 10x of stórt tónlistarhús sem við höfum ekki efni á að reka að óbreyttu. Þess vegna á að skoða hvort hugmyndin um sameiningu RÚV, Symfóníunnar og Þjóðleikhússins er nokkuð svo galin þegar allt kemur til alls. Yfirstjórnir þessara stofnana að viðbættri yfirstjórn Hörpunnar kosta hundrað milljónir á ári. Það held ég sé ekki ofmat. Með sameiningu er hægt að spara þar 50 milljónir. Með því að minnka RÚV báknið má örugglega koma þeirri starfssemi fyrir í Hörpunni og selja ferlíkið í Efstaleiti. Þar myndi sparast hundruð milljóna. Við það að flytja starfssemi Þjóðleikhússins niður í Hörpu myndi rekstrargrundvöllur Hörpunnar stórlagast og starfsaðstaða Þjóðleikhússins sömuleiðis. Greinileg samlegðaráhrif þar. Og það myndi örugglega ekki skorta kaupendur að Þjóðleikhúss húsinu á Hverfisgötunni. Ef þessi hugmynd yrði að veruleika myndi ég glaður endurskoða heit mitt um að stíga aldrei fæti inní Hörpuna.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Getum við ekki troðið Landspítalanum inn þarna líka? Það væri líka hægt að lækka fasteignagjöldin :)
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 29.11.2013 kl. 10:48
Gott að þú minnist á Landsspítalann Elín. Byggingaráformin þar eru farin að líkjast ískyggilega mikið byggingarsögu Útvarpshússins í Efstaleiti. En við sitjum uppi með fólk sem aldrei lærir af neinum mistökum heldur keppist við að gera sömu mistökin mörgum sinnum. En höldum okkur við efni pistilsins, plís.
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 29.11.2013 kl. 10:59
Ég var aðeins að stríða þér, sorrí. Fasteignagjöldin koma nú inn á efni pistilsins. Svo var Björn Bjarnason að koma með hugmynd sem alveg mætti skoða. Mér finnst hugmyndin þín alls ekkert fráleit. Allt má skoða :)
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 29.11.2013 kl. 11:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.