1.12.2013 | 10:32
Skömm Steingríms Jóhanns
Skömm Steingríms J. er að skuldaleiðrétting Lilju Mósesdóttur skuli nú framkvæmd af Sigmundi Davíð og Bjarna Ben. Því hlýtur Steingrímur að láta sig hverfa úr íslenzkri pólitík og segja af sér þingmennsku ef einhver ærleg taug finnst í þessu kvikindi.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:28 | Facebook
Athugasemdir
Heldur þú virkilega að AGS hefði leyft síðustu ríkisstjórn að framkvæma þetta á þeim tíma? Það kom aldrei til greina enda ekkert svigrúm til þess þá. Núverandi ríkisstjórn á sitt svigrúm (sem er nú frekar lítið þegar allt er talið) alfarið síðustu ríkisstjórn að þakka. Hvort sem þér líka það betur eða verr.
Badu (IP-tala skráð) 1.12.2013 kl. 11:02
Þetta er ekki spurning um hvað AGS þóknaðist eða varðmönnum alþjóðakapítalsins. þetta er spurning um neyðarrétt. Dómstólar hafa nú skoðað lögmæti neyðarlaganna og lögmæti þess að þjóðin hafnaði að greiða icesave kröfu Breta og Hollendinga og komist að því að við sem þjóð erum í fullum rétti. Þetta gerðum við þvert á hræðsluáróður Steingríms og Samfylkingarinnar. Svo ekki koma með hræðsluáróður Badu. Í stað þess að leggjast flöt fyrir hótunum áttum við að gera hagnað bankanna upptækan og láta hann ganga upp í vaxtagreiðslur ríkisins vegna AGS lánanna. Þessi hagnaður hrægammanna nemur í dag 300 milljörðum
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 1.12.2013 kl. 11:17
Þessi skuldaleiðréttingarmál eru miklu flóknari í raun. Það er unnt að setja fram ýmsa sleggjudóma en við sjáum hvað skilur milli loforða Sigmundar Davíðs og efnda sömu loforða. Þar skilur himinn og haf og margir eru efins hvort þessi leið sé skynsamleg. Hún dregur alla vega ekki úr dýrtíðinni.
Að kenna einum manni um sem var nótt sem dag vakinn að finna leið út úr bankahruninu yfir á kyrrari sjó er eins og að grýta slökkviliðið.
Guðjón Sigþór Jensson, 1.12.2013 kl. 14:51
Maðurinn með Jésúkomplexinn hélt sig geta þetta en verkið var honum ofviða. Að hlusta ekki á sinn besta ráðgjafa heldur hrekja hana úr flokknum verður að skoðast sem ein alverstu mistökin sem Steingrímur gerði. Er þó hægt að benda á þau mörg sem juku á vandann í stað þess að draga úr honum. Og það að hafa ekki viljað fara leið Lilju , að skipta um gjaldmiðil og taka upp Nýkrónu verður sennilega sú dýrkeyptasta þegar fræðimenn fara yfir aðgerðir Jóhönnustjórnarinnar. Að taka upp Nýkrónu hefði leyst svo mörg vandamál að við værum í dag sennilega búin að vinna okkur út úr áhrifum kreppunnar , búin að afnema höftin og losa snjóhengjuna og hér væri búin að ríkja þjóðarsátt á vinnumarkaði því við værum öll með sama gjaldmiðil. Tekjur okkar og skuldir væru mæld af sama gjaldmiðlinum en ekki mismunað eftir stöðu. Þetta er það sem ég á við þegar ég tala um skömm Steingríms.
p.s varðandi aðgerðir núverandi ríkisstjórnar þá minni ég á að tillögur varðandi afnám verðtryggingar eiga eftir að koma fram. Menn hljóta að frysta hér vísitölur og afnema verðtryggingu ef takast á að losa höftin og koma hér á betri lífsskilyrðum. Og áður en áhrif leiðréttinganna fer að gæta í hagkerfinu verður búið að skipta um mæla. Trúi bara ekki öðru.
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 1.12.2013 kl. 20:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.