5.12.2013 | 05:35
Keflavíkurlestin
É er sannfærður um að raflest milli Keflavíkur og Reykjavíkur verður að veruleika innan tiltölulega stutts tíma. 5-10 ár í mesta lagi. Og þetta mun gerast þrátt fyrir að hagsmunagæsluaðilar reyni allt til að leggja stein í götu verkefnisins eins og til að mynda þessi nefnd sem nú á að skoða hagkvæmnina. Ístak, Ísavía, Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum, Landsbankinn og Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar eru of háð niðurstöðum matsnefndar og eiga alls ekki að koma að hagkvæmnisúttekt slíks verkefnis. Það er áratugareynsla fyrir því hér á landi að annarlegar hvatir ráða þegar hagsmunaaðilar eiga að vera faglegir. Tökum sem dæmi Ísavía. ísavía vill hafa flugvöll í núverandi mynd í Vatnsmýri og ekki breyta neinu. Þeir munu fyrirfram vinna gegn öllum skynsamlegum niðurstöðum varðandi mögulega hagkvæmni lestarsamganga með tilliti til stóraukins fjölda erlendra flugfarþega um Keflavíkurvöll. Eins munu Sveitarfélög á Suðurnesjum telja sér ógnað og þau muni missa af þjónustutekjum ef samgöngur milli Keflavíkur og Reykjavíkur verði fljótar og öruggar og ódýrar. Og svo má spyrja hvaða ástæða er að hafa fulltrúa Ístaks eða Landsbankans í svona nefnd?!! Akkúrat engin ástæða. Nema að ítök peningaaflanna séu orðin svo sterk að verktaka og peningamafían ráði því sjálf í hvaða verkefni sé ráðist, en ekki kjörnir fulltrúar í sveitastjórnum og á Alþingi!
Niðurstaða Runólfs Ágústssonar er fyrirfram ákveðin. Bara með því að nefna 100 milljarða og háhraðalest, er nefndin búin að hafna framkvæmdinni. En þessi kostnaðartala er út í hött. Við erum að tala um 40 kílómetra vegalengd og fyrr má nú bruðla en að það kosti 25 milljónir á hvern meter!!! Og hver gerir kröfur um háhraðalest? Venjuleg lest myndi duga ágætlega. Ég lýsi yfir vantrausti á skipan þessa starfshóps. Hann mun kosta tugi milljóna, fara í nokkrar dýrar fyllerísreisur og skila síðan þessu fyrirfram áliti sem frestar öllum frekari hugmyndum um áratug eða svo.
Þennan starfshóp á því að leysa upp strax. Og þess í stað ættum við að fela nemendum í háskólanámi úttektina. Ef kennslan stendur undir nafni þá eru fólgin í mannauði nemenda ómetanleg verðmæti. Þennan mannauð eigum við að nýta í verkefni eins og þetta. Ég er sannfærður um að þeir munu koma auga á lausnir sem við hin sjáum ekki eða höfum ekki tækifæri til að láta okkur detta í hug.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 05:36 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.