Enga afslætti - bara rétt verð!

Ég held að eigendur Múrbúðarinnar hafi hitt naglann á höfuðið með þessu slagorði.  Afsláttasvindlið í íslenskri verzlun er löngu hætt að vera bundið við útsölur. Nú byrja menn á að verðleggja vörur upp í rjáfur og síðan er gefinn 20-50 afsláttur, sem er þá hið rétta verð sem verzlunareigandinn miðaði við.  Og Neytendasamtökin, verðlagseftirlit ASÍ og Samkeppniseftirlitið taka öll þátt í blekkingarleiknum.  Þetta er ótrúlegt.  Og lítilsvirðingin gagnvart neytandanum óþolandi.

Varðandi bókaútgáfurnar þá ættu menn að spyrja sig hvort verðið sem stórmarkaðirnir eru að bjóða sé ekki bara rétta verðið samkvæmt verðlagningu bókaútgefenda.  Er líklegt að þeir séu að veita stórmörkuðum einhverja magnafslætti?  Ég trúi því ekki en ef stórmarkaðir eru að niðurgreiða bækur þá er það brot á samkeppnisreglum, ekki satt?  Sem það ekki er því það er margbúið að fara yfir þessi vinnubrögð.  Öll bönd beinast því að bókaútgefendum að þeir hafi rangt við og stundi óheiðarleg vinnubrögð.  Ekki bara í sambandi við verðlaunaveitingu heldur líka í sambandi við stórfelldar verðlækkanir á bókum strax eftir jól.  Ég hef undanfarin ár haft þá reglu að kaupa eingöngu bækur á bókamörkuðum og veit því hversu mikinn afslátt er verið að bjóða.  Þetta hafa höfundar orðið að sætta sig við því útgefendamafían virðist hafa gert smánarsamning við rithöfundasambandið og skammtar þeim skít úr hnefa sem alls ekki stendur undir sanngjörnu kaupi við að skrifa bækur.

Við neytendur þurfum að skera á þennan hnút og versla beint við rithöfunda.  Það er engin þörf á útgefendum eða bóksölum og það hefur alltaf verið ógeðfellt að kaupa bækur í kjötverzlun.


mbl.is Bókaverslanir vilja ekki vera með
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband