5.12.2013 | 11:51
Langt seilst í hálmstráin
En 23 prósent í skoðanakönnun við þessar hagstæðu aðstæður hljóta því að vera mikið áfall í Valhöll.
Og þessi niðurstaða sýnir altént eitt, sem ekki fer milli mála.
Þegar jafn vandaður og vel gefinn maður og Illugi Jökulsson er farinn að nota slíkar röksemdir í gagnrýni sinni á Sjálfstæðisflokkinn þá er málið tapað fyrir andstæðinga þessarar ríkisstjórnar. Alla vega vona ég að aldrei renni upp sá dagur að nokkur ríkisstjórn láti dægursveiflur í skoðanakönnunum hafa áhrif á stefnumál sín. Hvernig Illuga dettur í hug að segja þessa vitleysu sýnir bara hvað vinstri menn eru ómálefnalegir þegar kemur að RÚV. Af hverju eigum við að setja 5 milljarða í þessa lélegu stofnun? Því RÚV er ekki almannafyrirtæki á neinn mælikvarða. Þetta er afþreyingarhæli fyrir gamla poppara og íþrótta-ídíóta fyrst og fremst. Reiði Illuga og félaga ætti auðvitað að beinast að stjórnendum RÚV. það er við þá að sakast en ekki Illuga Gunnarsson. Og ef mönnum finnst almennt að þessi ríkisstjórnin sé að fara út fyrir valdmörk sín og miða þá við vinsældir í skoðanakönnunum, þá held ég ekki að mörgum ríkisstjórnum sé sætt. Og alls ekki þeirri sem sat á undan þessari. Sú stjórn fór þó ansi langt í umboðslausar breytingar á þjóðfélaginu. Sat í 3 ár með 40% fylgi og minna án þess að nokkur gerði alvöru athugasemd. Þannig er bara þetta lýðræðisfyrirkomulag sem við búum við.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:13 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.