6.12.2013 | 16:36
Vandi Sigmundar Davíðs
Ég trúi því að Sigmundur Davíð hafi gerst stjórnmálamaður af því hann hafði þá hugsjón að láta gott af sér leiða. Þessi hugsjón hefur fleytt honum í stól forsætisráðherra en það hefur ekki gerst þrautalaust. Vegna þess að íslenzk pólitík byggir ekki á hugsjónum heldur hagsmunum þá situr nú Sigmundur Davíð í ríkisstjórn umkringdur hagsmunagæslumönnum sem hann getur ekki losað sig við því þeir eru margvaldaðir af mönnum sem hafa hin raunverulegu völd. Hvað ætlar Sigmundur að gera í stöðunni? Getur hann tekið áhættuna af því að skipta út Gunnari Braga og Sigurði Inga og bakað sér óvild flokkseigendaklíkunnar? Eða mun pólitíkin éta hann lifandi?
Eitt er víst að hann hefur almenning með sér ef hann rís gegn þessari spilltu hagsmunagæslu. Hans er valið.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:41 | Facebook
Athugasemdir
Halló? Raunveruleikatékk, 1, 2, 3. Hann er Framsóknarmaður! Segir það ekki allt sem segja þarf? Ef ekki, tékkaðu þá á pabba hans!
Kögunarbarnið gegn spilltri hagsmunagæslu! Með því fyndnara sem ég hef heyrt!
Badu (IP-tala skráð) 6.12.2013 kl. 17:29
Skoðaðu myndina. Sigmundur er ekki í varnarstellingu, hann er í árásarstellingu.. Við þurfum að veita smáatriðunum meiri eftirtekt þegar við dæmum fólk. Oft er það fas, framkoma, látbragð sem kemur upp um persónuleika og manngerð. Ég gef ekkert fyrir þína sleggjudóma.
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 6.12.2013 kl. 18:30
Nokkur fet á milli fóta er "árásarstilling"? Þarna þarf bara eitt spark í millistykkið og maðurinn steinliggur!
Ráðlegg þér eindregið að læra austurlenskar sjálfvarnaríþróttir. Ég gef ekkert fyrir þína vanþekkingu á því sviði.
Badu (IP-tala skráð) 7.12.2013 kl. 05:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.