6.12.2013 | 19:01
Hvað er búið að ráða marga til RÚV í vikunni?
Uppsagnir á RÚV eru hráskinnaleikur í pólitískri refskák. Sagt hefur verið að þegar einar dyr lokast þá opnist aðrar. Þetta virðist hafa verið gert á RÚV samkvæmt tölum um starfsmannaveltu síðustu tveggja ára. Og ekki dettur dagskrárstjórakvikindinu til hugar að hætta sýningum á Vertu viss þótt áhorf sé með minnsta móti. Erlendis eru yfirleitt gerðir pilot þættir og þeir fara í áhorfsmælingu áður en ráðist er í framleiðslu heillar seríu. Hér er nóg að Þórhallur hringi í Pál og segi honum að hann ætli að framleiða 8 þætti af froðu og hvort ekki sé í lagi að það verði bara sýnt næstu 2 mánuði. Og svo tala menn eins og RÚV sé óskabarn þjóðarinnar! Ég er hræddur um að það óskabarn sé löngu farið að heiman og sé orðið að útigangsbarni í Þingholtunum. Búið að gefast upp á heimilisfólkinu.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:05 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.