Hinn lesblindi - Hinn skrifblindi - Hinn siðblindi

Þetta er titill á glæpareyfara sem er í vinnslu. Sögusviðið á að vera Ísland og atburðirnir eiga að gerast á 5 árum frá 2007 til lok árs 2012.  Aðalpersónan er hinn siðblindi viðskiptamógúll, sem tekst að setja heilt þjóðfélag á hliðina í taumlausri græðgi eftir auði og völdum. Inní söguna fléttast síðan hinn lesblindi, misheppnaður bankamaður, sem er gerður að bankastjóra gagngert til að hinn siðblindi eigi sem greiðastan aðgang að fjármagni þegar píramídinn hrynur.  Og eftir risið sem fellst í falli fjármálakerfis og stórfelldu undanskoti fjármuna þá kemur að þætti hins skrifblinda sem er mútað til að lána nafn sitt til varnar laskaðri ímynd hins siðblinda þegar hýenurnar, sem áður hirtu molana af borði hans, ráðast á hann í sýndaruppgjöri vegna afleiðinga fléttunnar sem lýst er í upphafi bókarinnar. Og ekki mun vanta framhjáhald og lýsingar á taumlausu svalli og svikráðum og pólitískum hefndaraðgerðum. Þetta verður sem sagt thriller af bestu gerð.  En vegna þess að það er dýrt að vera rithöfundur þá vantar mig bakhjarl.  Bezt væri náttúrulega af einhver áhrifakona í Samfylkingunni gæti komið mér á listann yfir þá sem fá listamannalaun frá ríkinu vegna þess að enginn vill kaupa bækurnar þeirra.  Það væri góð byrjun fyrir mig og ég myndi sóma mér vel við hliðina á mönnum eins og Bjarna Bjarnasyni og fleiri lélegum því auðvitað er ég enginn rithöfundur. Ekki frekar en að sá siðblindi væri einhver viðskiptamógúll eða sá lesblindi væri góður bankastjóri eða sá skrifblindi góður penni.  En hver spyr að hæfileikum á Íslandi.......Cool

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband