Spýjur?

Þótt óupplýstur skipstjóri af Suðurnesjum fari rangt með notkun hugtaka þá  er óþarfi fyrir fréttamenn að hafa það óbreytt eftir.  Og í raun er fréttin óskiljanleg.  Hvað þýðir þetta?

„Við erum við ísinn og það eru alltaf einhverjar spýjur að koma. Við höfum verið í hálfgerðum vandræðum út af ísnum. Þetta er búið að vera erfitt,“ 

Þetta virðist orðrétt haft eftir vegna gæsalappanna en merkingin er óljós. Fyrir vestan var talað um spýjur í sambandi við lítil snjóflóð en varla er mikið um þau úti á Hala! Mig dauðlangar að vita hvað skipstjórinn var að meina.  Var hann að tala um hreyfingu á ísnum eða aflahrotu eða innkomu í trollið, sem mynd á mælitækjum? Svar óskast.


mbl.is Darraðardans við hafís á Halanum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Voru menn kannski sjóveikir?

Jón Steinar Ragnarsson, 7.12.2013 kl. 14:31

2 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Ekki við ísröndina.  Þar er alltaf sléttur sjór....

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 7.12.2013 kl. 14:51

3 identicon

Það hefur alltaf verið merkingarmunur á orðum milli landshluta og svo er enn. Spýja getur táknað ýmislegt, myndlíkingin milli snjóflóðaspýju og þess þegar einhver kastar upp - spýr - er augljós. En sumstaðar er talað um t.d. norðvestan spýju og það er þá veður, á togurunum er oft talað um ísspýjur þegar ístungur rekur skyndilega í veg fyrir skipið og fleira mætti tína til.

Ellismellur (IP-tala skráð) 7.12.2013 kl. 15:00

4 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Ellismellur, ég man ekki eftir að hafa heyrt talað um ísspýjur.  Var ég þó 30 ár til sjós, þar af 14 ár fyrir vestan.  En það er þessi sérstaka merking sem skipstjórinn á Baldvini Njálssyni notaði, sem mig langar að vita hver er.

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 7.12.2013 kl. 15:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband