7.12.2013 | 10:25
Spýjur?
Þótt óupplýstur skipstjóri af Suðurnesjum fari rangt með notkun hugtaka þá er óþarfi fyrir fréttamenn að hafa það óbreytt eftir. Og í raun er fréttin óskiljanleg. Hvað þýðir þetta?
Við erum við ísinn og það eru alltaf einhverjar spýjur að koma. Við höfum verið í hálfgerðum vandræðum út af ísnum. Þetta er búið að vera erfitt,
Þetta virðist orðrétt haft eftir vegna gæsalappanna en merkingin er óljós. Fyrir vestan var talað um spýjur í sambandi við lítil snjóflóð en varla er mikið um þau úti á Hala! Mig dauðlangar að vita hvað skipstjórinn var að meina. Var hann að tala um hreyfingu á ísnum eða aflahrotu eða innkomu í trollið, sem mynd á mælitækjum? Svar óskast.
Darraðardans við hafís á Halanum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Voru menn kannski sjóveikir?
Jón Steinar Ragnarsson, 7.12.2013 kl. 14:31
Ekki við ísröndina. Þar er alltaf sléttur sjór....
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 7.12.2013 kl. 14:51
Það hefur alltaf verið merkingarmunur á orðum milli landshluta og svo er enn. Spýja getur táknað ýmislegt, myndlíkingin milli snjóflóðaspýju og þess þegar einhver kastar upp - spýr - er augljós. En sumstaðar er talað um t.d. norðvestan spýju og það er þá veður, á togurunum er oft talað um ísspýjur þegar ístungur rekur skyndilega í veg fyrir skipið og fleira mætti tína til.
Ellismellur (IP-tala skráð) 7.12.2013 kl. 15:00
Ellismellur, ég man ekki eftir að hafa heyrt talað um ísspýjur. Var ég þó 30 ár til sjós, þar af 14 ár fyrir vestan. En það er þessi sérstaka merking sem skipstjórinn á Baldvini Njálssyni notaði, sem mig langar að vita hver er.
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 7.12.2013 kl. 15:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.