Hvað gera fjölmiðlafulltrúar?

Upp á síðkastið hefur orðið alger sprenging á fjölmiðlafulltrúamarkaðinum. Nú telst engin stofnun eða fyrirtæki á Íslandi fullmönnuð fyrr en búið er að ráða fjölmiðlafulltrúa í fullt starf. En hvað er þetta fólk að gera?  Tökum sem dæmi Álverið í Straumsvík.  Þetta fyrirtæki er lítið í sviðsljósinu og í þau fáu skipti sem það ratar í fréttir hefur forstjórinn ekki neitað viðtölum. Lítið að gera hjá þeim fjölmiðlafulltrúa. Eða ráðuneytin?. Fjölmiðlafulltrúar starfa hjá sjö ráðuneytum. Hjá utanríkisráðuneyti, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneyti, velferðarráðuneyti, fjármálaráðuneyti, iðnaðarráðuneyti og umhverfisráðuneyti starfar einn fjölmiðlafulltrúi í hverju ráðuneyti, í innanríkisráðuneyti starfa tveir fjölmiðlafulltrúar.  Hverjir eru þessir menn og hvað eru þeir að gera? Og upptalningin er endalaus. Vegagerðin, LÍÚ, Umboðsmaður Skuldara, Landsbankinn o.fl. o.fl.

Ég er með samsæriskenningu.  Þar sem flestir fjölmiðlafulltrúar koma af stóru fjölmiðlunum þar sem þeir öðluðust nokkra virðingu fyrir góða takta í fréttamennsku þá finnst ráðamönnum í þjóðfélaginu betra að kippa þessu fólki út úr fréttamennskunni og gera það óvirkt með því að yfirborga það. Heldur en taka þá áhættu að þessir vösku fréttamenn uppljóstri um allt svínaríið og spillinguna, sem viðgengst hjá hinu opinbera og tengsl viðskiptalífs og stjórnmála. 

Ef þetta er rangt þá svara menn bara hér á þessu bloggi.  Annars telst kenningin rétt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband