8.12.2013 | 12:58
Pólitísk fákeppni.
Ísland er skrítið þjóðfélag. Hér drýpur smér af hverju strái en samt er misskipting auðs hvergi meiri. Hér er engin samkeppni á neinu sviði bara fákeppni og yfirboð. Og meira að segja pólitíkin er einsleit. Hér vantar meiri fjölbreytni. Þetta þjóðfélag er að úrkynjast. Og það virðist ekkert vera að breytast. þrátt fyrir efnahagslega kollsteypu. Þrátt fyrir misskiptinguna. þrátt fyrir spillinguna. Við þurfum nýja pólitíska forystu. Fólk sem þorir að stokka kerfið upp. Fólk sem ekki er hægt að beygja. Fólk sem ætlar ekki að gera pólitík að æfistarfi.Hér þarf að koma á samkeppni og draga úr ríkisvæðingunni. Við þurfum nýja stjórnarskrá, nýja dómara og það þarf að hreinsa út varðhundana í háskólasamfélaginu og laga menntakerfið að þörfum þjóðfélagsins.
Við höfum ekki efni á vinstri sinnaðri ríkishyggju. Við höfum ekki efni á Vinstri Grænum og Samfylkingin er pólitískt gjaldþrota. Sjálfstæðisflokkurinn hefur tekið við sem hinn stóri jafnaðarmannaflokkur. Hér ríkir tómarúm. Þess vegna fylkjast menn um stefnu Framsóknar. Stefnu sem er jafn innantóm eins og tómarúmið í þjóðarsálinni.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:10 | Facebook
Athugasemdir
Ágætur pistill hjá þér Jóhannes, þetta er hárrétt pólitíkin hér er einhver allsherjar flatneskja á miðjunni, þingfólkið er upp til hópa lobbyistar sem ætla að hanga sem lengst í starfi með þokkaleg laun, hve margir þingmenn hafa lagt þingferil sinn að veði fyrir yfirlýst stefnumál sín svo langt sem elstu menn muna?
Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 8.12.2013 kl. 13:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.