8.12.2013 | 16:44
Dæminu snúið við
Af hræsnurum eigum við nóg. Nú heyrast ramakvein úr hverju horni gegn áformum um að minnka framlög til þróunarhjálpar. Það er eins og fólk sjái ekki tvöfeldnina sem felst í því að gjaldþrota ríkissjóður sé að taka erlent lán upp á 4-5 milljarða til að sýnast í augum umheimsins. Það er ekki eins og þetta séu verðlausar íslenzkar krónur eða verðtryggðar íslenzkar krónur. Nei þetta er grjótharður gjaldeyrir! Og ríkissjóður skuldar 1 og hálfa landsframleiðslu og þarf að greiða 100 milljarða í vexti. Svo tala menn eins og þessir peningar séu geymdir á bankabók! Það hefur aldrei verið brýnna að sína aðhald. Þess vegna eigum við ekki að láta óráðsíu fólkið beygja okkur. Hættum að taka lán til að sýnast jafnfætis öðrum þjóðum. Við erum ekki jafnvel stæð og aðrar þjóðir. Við erum ekkert betri eða hæfileikaríkari. Við eigum alveg skilið að hafna neðst í PISA könnun. Af Hverju ekki. Miðum bara við mannfjölda og hættum þessm þjóðarrembingi.
Þeir sem halda öðru fram skulu nú segja okkur harðbrjósta fólkinu, hverju beri að fórna og hvað skorið niður til að réttlætanlegt sé að ríkissjóður axli þessa kvöð. Það er óþolandi að vísa til réttlætiskenndar þegar staðan er eins og hún er. Og ekki fara að tala um alla milljarðana sem sægreifarnir sluppu við að borga. Þið eruð löngu búin að ráðstafa þeim í Landsspítalann og velferðarmál.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:57 | Facebook
Athugasemdir
Við erum hugsanlega að tala um 1000 störf. Gerið ykkur grein fyrir því hvað góðmennskan kostar. Og afleiðingar af því að segja upp 1000 mönnum er margfaldar í kostnaði fyrir ríkissjóð. Þá erum við ekki að tala um 4-5 milljarða heldur tvöfalda þá upphæð. Fávitar!
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 8.12.2013 kl. 17:01
En það getur svo sem vel verið að þessi upphæð sé til á bankabók en hún er þá í eigu Jóns Ásgeirs og hans félaga, en ekki íslenska ríkisins. Til þess þýfis fannst vinstra liðinu lítil ástæða að gera tilkall til fyrir hönd ríkisins.
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 8.12.2013 kl. 17:12
Og ég veit ekki hvað skal segja varðandi hlut Össurar í því að skuldbinda ríkissjóð með svona ábyrgðarlausum hætti. Honum fannst sem sagt meira um vert að komast í klúbb þeirra þjóða sem keyptu sér aflátsbréf heldur að sinna Alþingiseiðnum. Hans er skömmin, ekki okkar.
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 8.12.2013 kl. 18:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.