10.12.2013 | 09:00
Öskurkeppni
Síðustu daga hafa Vinstri menn stundað hvimleiðan málflutning, sem minnir reyndar meira á öskurkeppni en málefnalega umræðu. Það er eins og þeir haldi að ef þeir öskri bara nógu hátt þá gefist menn upp á að svara þeim. Það dettur mér ekki í hug.
Síðasta ríkisstjórn lækkaði barnabætur og hækkaði skatta. Um þetta er ekki deilt. Síðan gerist það að daginn áður en stjórnin sér fram á að hrökklast frá völdum þá boða þau mikla hækkun á barnabótum og innspýtingu í framkvæmdir og hækkun til Rannís og aukna þróunaraðstoð. Þetta gerir Vinstri stjórnin án þess að tryggja fjármagn fyrir þessum kostnaði ríkissjóðs. Löggjöf um veiðigjöldin var sýndarmennska. Það var búið að segja þeim að þessi skattheimta stæðist ekki lög en þau neituðu að hlusta. Þau gátu sett á aflagjald sem hefði skilað meiri tekjum en þau vildu gera allt eftir eigin takmarkaða viti. Þetta eru staðreyndir sem menn vísvitandi forðast að taka tillit til í ómaklegri gagnrýni.
Svo þegar núverandi stjórnvöld hætta við að hækka barnabætur um 30% þá er sagt að þau séu að skerða barnabætur. Þetta er ekki vitræn umræða. Að hætta við að hækka er ekki það sama og að skerða. Sama var upp á teningnum með framlag til Rannís. Og framlagið til þróunaraðstoðar. Vinstri stjórnin hækkaði aldrei framlagið. Eina sem hún gerði var að gefa innistæðulaust loforð um hækkun á þessu fjárlagaári. Þrátt fyrir að þau höfðu enga heimild til að binda næstu ríkisstjórn. Þetta eru staðreyndir og þetta á við um flest allt sem nú er verið að endurskoða. Þessar meintu skerðingar eru bara afturköllun á innantómum og innistæðulausum loforðum Jóhönnu og Steingríms.
Þegar öskrið hljóðnar munu menn átta sig á kjarna málsins. Svona hegðun er ekki boðleg ef menn vilja láta taka sig alvarlega.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:13 | Facebook
Athugasemdir
Hjartanlega sammála þér.
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 10.12.2013 kl. 09:06
Og 30 milljarðar vegna spkef er algerlega á ábyrgð Jóhönnu og Steingríms svo og 6 millarða víxill vegna Vaðlaheiðarganga. Á sama tíma var Landsspítalinn holaður að innan og öll heilsugæsla úti á landi skert vegna óraunhæfrar tálsýnar um einn miðlægan risaspítala. Er nema von að fylgi þessa vesalinga fólks hafi hrunið af þeim á 2 fyrstu árunum. Svo skulum við ekki gleyma icesave klafanum. 70 milljarða vaxtagreiðslur þar, sem voru óafturkræfar. Hefðu ekki fengist greiddar úr þrotabúi Landsbankans.
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 10.12.2013 kl. 09:12
Ef þú heldur áfram svona þá mun einhver koma æðandi með fasista stimpilinn á lofti. Það er svo hrikalega ljótt að segja blákaldan sannleikann um fyrstu hreinu vinstri stjórnina.
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 10.12.2013 kl. 09:34
Ég tel mig anarkista svo menn verða að koma með réttan stimpil
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 10.12.2013 kl. 09:50
Þetta eru merkingarlaus hugtök. Við höfum stjórnleysingja í stóli borgarstjóra og mannréttindafrömuð sem hæðist að manni í stofufangelsi.
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 10.12.2013 kl. 11:57
Nei Elín, anarkismi er hugmyndafræði en ekki hugtak. Svo er allt annað mál hvernig þú skilgreinir anarkisma. Það eru nokkrar ólíkar skilgreiningar uppi. Enda orðið sjálft, stjórnleysi, fengið á sig neikvæða ímynd. En hér á Íslandi ætti að vera grundvöllur fyrir anarkista flokk. Forræðishyggja fjórflokksins og skattpíningarstefna hefur opnað augu margra fyrir því að stjórnmálamenn eru kannski ekki best til þess fallnir að fara með forráð fólks í stóru og smáu.
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 10.12.2013 kl. 13:02
Nú ef þetta snýst bara um ímynd þá er létt verk fyrir stjórnmálamenn að kalla sig bara anarkista. Þá ertu kominn með grundvöll fyrir breiðfylkingu eða jafnvel samfylkingu.
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 10.12.2013 kl. 16:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.