10.12.2013 | 09:48
Ógnarstjórn Páls Magnússonar
Alţjóđ fékk nasasjón af stjórnlausu ćđiskasti Páls Magnússonar í upptöku af fundi starfsmanna ţar á bć. Ekki vildi ég starfa á vinnustađ sem vćri stjórnađ af manni sem ćtti viđ slíka skapbresti ađ etja. Ţađ andrúm sem skapast undir svona stjórnarháttum má helzt líkja viđ heimili fyllibyttu ţar sem allir tipla á tánum til ađ valda ekki nćsta fylleríi. En nú eru sem sagt starfsmenn RÚV búnir ađ fá nóg og ćtla ađ hćtta ađ kóa međ húsbóndanum. Ţađ er gott fyrsta skref til bata.
En ţađ eru fleiri en Páll sem munu afhjúpast. Starfsmannastjórinn og yfirmađur íţróttadeildar, báđar sérstakir skjólstćđingar Páls, eru nú undir smásjá almennings vegna uppljóstrana fyrrum starfsmanna. Loksins er komin hreyfing á ástand sem hingađ til hefur veriđ í frosti vegna hins alkahólíska ástands sem ríkt hefur innan stofnunarinnar. Ţarna ţarf greinilega ađ velta viđ hverjum steini. Hverjir njóta hlunninda og velvildar umfram ađra og er ţar allt upp á borđinu. Borgar til dćmis Kristín Hálfdánardóttir skatt af ţeim hlunnindum sem felast í leigulausri búsetu á kostnađ RÚV? Ţetta ţurfum viđ ađ fá ađ vita. 5 milljarđa rekstrarkostnađur stenst ekki. Er endurskođunin í lagi? Eđa er hún međ sama hćtti og endurskođun bankanna fyrir hrun? Nýs útvarpsstjóra bíđa greinilega mörg verkefni áđur en allir verđa sáttir.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:53 | Facebook
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.