10.12.2013 | 10:24
Bókhalds fiff
Bókhald gefur enga mynd af rekstri fyrirtækja. Þessir nýju bókhaldsstaðlar snúast um að nýta sér skattaglufur og undanskot til að komast hjá eðlilegri skattlagningu.
Og auðvitað er þetta löglegt. Um það efast enginn. En sjávarútvegurinn er ekki að skila til samneyslunnar sanngjörnum hlut af gróðanum. Þar er ég að tala um brúttó gróða. Og ástæðan er einföld. Útgerðin fær hráefnið ókeypis. Hefur meira að segja leyfi til að veðsetja það og leigja það og jafnvel selja án þess að þurfa að greiða eyri fyrir.
Þess vegna á að láta útgerðir borga hráefnisgjald. Og hætta öllum tilraunum til að skattleggja gróðann. Gróðann er hægt að fela á meðan kostnaðurinn er fastur. Hráefnisgjald er ekki skattur. Hráefnisgjald er afgjald. Hráefnisgjald yrði fastur kostnaður.
En umfram allt getur sanngjarnt hráefnisgjald skilað þjóðinni umtalsverðum fjárhæðum í samneysluna án þess að skerða eðlilega afkomu sjávarútvegsins.
Þetta er lykilatriði. Og ef þingmenn þurfa aðstoð við að útfæra þessa hugmynd þá er hægt að finna mig í símaskránni og ég skal glaður hjálpa og mun ekki taka krónu fyrir.
![]() |
Minni hagnaður sjávarútvegsfyrirtækja |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:26 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.