Undirferli Björns Inga

Björn Ingi gerir merkilega játningu í nýjustu færslu á bloggi sínu.

Björn Ingi segir: "Um miðjan síðasta áratug var ég í einhver ár fulltrúi annars oddvita ríkisstjórnarinnar í svonefndum ríkisfjármálahópi. Það var mjög leynilegur hópur sem fundaði að sumri þegar veðrið var gott" 

Þarna segir maðurinn loks frá því undirferli og baktjaldamakki sem tíðkaðist í stjórnartíð Halldórs Ásgrímssonar og Davíðs Oddssonar.  Og nú bíðum við eftir að fá meira að heyra. Hvaða fleiri leynihópar störfuðu á vegum Framsóknarflokksins? Því við hefðum ekki þurft að borga hundruð milljóna fyrir þessar rannsóknarskýrslur um Íbúðalánasjóð og Sparisjóðina ef menn eins Björn Ingi hefðu bara komið hreint fram og upplýst um baktjaldamakkið og helmingaskipti Sjálfstæðisflokks og Framsóknar.  Minni á að dýrasta skýrslan er enn óskrifuð.  En það er skýrslan um einkavæðingu Landsbankans og Búnaðarbankans í boði Halldórs og Davíðs. Björn Ingi hefur þar stöðu vitnis svo hann gæti allt eins byrjað að tala!

En hann þarf ekki að sparka í Vigdísi Hauks.  Vigdís er margfalt meiri Framsóknarmaður en handlangarar Halldórs Ásgrímssonar allir til samans.  Og auðvitað er hann að vega í hnérunn Guðna Ágústssonar með orðum sínum.  Því það voru litlir kærleikar með Guðna og Halldóri einsog allir vita


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband