13.12.2013 | 11:11
Áhyggjufullt ævikvöld
Áhyggjufullt ævikvöld virðist blasa við mörgum núverandi skjólstæðingum einkarekinna hjúkrunarheimila. Hér er ekki síður þörf að taka til hendinni fyrir stjórnvöld en í málefnum sjálfs Landspítalans. Þessi stefna að gefa betur stæðum eldri borgurum kost á að tryggja áhyggjulaust ævikvöld hefur snúist upp í martröð og nú blasir við þessu fólki áhyggjufullt ævikvöld. Hörmungarsaga Eirar virðist nú vera að endurtaka sig í Sunnuhlíð, Kópavogi og mjög sennilega víðar þar sem menn hafa farið offari í einkarekstri af þessu tagi. Og þótt sveitarfélögin hafi komið að þessum rekstri þá virðast þau enga ábyrgð bera. Og úrræðaleysið virðist algert. Af hverju stendur ekki ráðherra upp og lýsir því yfir við þetta gamla fólk sem í hlut á, að þetta verði allt í lagi og það verði fundin lausn sem tryggi þeirra öryggi umfram allt? En nei, þetta duglausa fólk er á fullu að bjarga eigin rassgati og enginn skeytir um líðan þeirra eldri borgara sem eru fórnarlömb kerfisvitleysunnar.
Þetta er einn stærsti blettur á íslensku samfélagi hvernig komið er fram við eldri borgara.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.