13.12.2013 | 12:09
Landbúnaðarháskóli!!
Illugi er algerlega úti að aka í sambandi við menntamál. Hann virðist ekki fær um að meta huglægt þörf samfélagsins fyrir menntun eða hvar þörf sé róttækrar uppstokkunar. Hann horfir greinilega bara 4 ár fram í tímann og kýs að halda sig til hlés. Hvað gengur mönnum til að ætla að sameina búfræðinám á Hvanneyri og háskólanám í Háskóla Íslands? Af hverju færa menn ekki frekar búfræðinámið til fyrra horfs? Hvers vegna í ósköpunum er verið að uppfæra nám eins og búfræði, lista og tækninám á háskólastig? Þessari spurningu á Illugi að krefjast svara við. Því það er búið að gjaldfella menntun í landinu með allri þessari háskólavæðingu sem þjónar engu nema gera námið og rekstur skólanna margfalt dýrari heldur en þörf er á.
Auðvitað eru hagsmunir starfsmannanna ekki þeir sömu í venjulegum bændaskóla eða landbúnaðarháskóla. Þess vegna á ekki að spyrja þá hvað bezt sé að gera. Stefnumótunin verður óhjákvæmilega að koma frá fjárveitingavaldinu. Og þar sem fjárveitingavaldið er í höndum Alþingis en ekki ráðherra þá á Illugi að snúa sér til þingsins og biðja það að koma með tillögur að nýrri menntastefnu. Menntamálanefnd þingsins á að móta stefnu í samvinnu við óháða sérfræðinga. Þannig á að vinna þetta. Ekki í einhverju samkrulli embættismanna og hagsmunaaðila.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.