Vegamál og landsbyggðastefna

Vegakerfi landsins er að molna niður í orðsins fyllstu merkingu og ástæðan er fyrst og fremst hinir óheftu fiskflutningar sem viðgangast á 40-50 tonna trukkum.  Þetta er dæmi um algert stjórnleysi sem því miður ríkir í stjórn landsins.  Hagsmunaaðilar gera bara það sem þeim sýnist og ríkissjóður borgar.  Nú þarf að grípa til aðgerða til að bjarga illa förnu vegakerfi áður en það eyðileggst alveg.  Ég legg til að tekinn verði upp alvöru þungaskattur á fiskflutninga og vöruflutninga þannig að menn fari í alvöru að skoða hagkvæmni sjóflutninga.  Það gengur ekki að menn hummi þessa ákvörðun fram af sér enn eitt árið vegna þess að það vantar stærsta liðinn í kostnaðarútreikninginn sem er slit vegakerfisins.  Og það gengur ekki sífellt að ræða flutningskostnað sem eitthvað sem ríkið þurfi að jafna.  Þegar ég bjó út á landi þá voru kostirnir í sambandi við atvinnu meiri heldur en ókostirnir við hærri búsetukostnað.  Þetta bónbjargarviðhorf sem nú ríkir í landsbyggðarmálum er óþolandi.  Skilið sjávarbyggðunum aftur kvótanum og hættið að skammta þeim jöfnunarstyrki úr hnefa. 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband