15.12.2013 | 19:45
Ragnheiður Elín og þráhyggjan
Ragnheiður þvertekur að hún sé með pólitískt inngrip í byggingu Álvers í Helguvík. Allir sjá að ráðherrann lýgur. Ef henni tekst að beygja stjórn Landsvirkjunar til að semja um raforku til þessa óskabarns Sjálfstæðisflokksins þá verður sú framganga henni til ævarandi skammar og algerlega á pari við skandalinn þegar Kárahnjúkavirkjun var byggð. Núverandi forstjóri Landsvirkjunar hefur lýst því yfir að sú framkvæmd hafi ekki verið byggð á arðsemiskröfum heldur hafi pólitík ráðið úrslitum.
Í því ljósi er ástæða til að hafa áhyggjur af framtíð forstjórans hjá fyrirtækinu sem er núna aftur komið í hendur pólitískra útsendara helmingastjórnaflokkanna. Eða hvernig á að skilja fyrirhugaða línulögn Landsnets um Suðurnes til Helguvíkur? Er ekki ljóst að þar er verið að búa í haginn fyrir raforkusölu til álversins? Ég spái því að álverið muni rísa og að munum niðurgreiða rafmagnið eins og venjulega. Allt í boði Ragnheiðar Elínar og Árna Sigfússonar. Segið svo að þráhyggjan sé bara sjúkdómseinkenni! Hjá Ragnheiði Elínu er þráhyggjan persónuleikaeinkenni. Hún skilur ekki þegar nei þýðir nei.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.