Vaxtastefna Seðlabankans dregur úr velferð

greed-money.jpgÁ Íslandi eru áttfalt hærri vextir en í nágrannalöndum okkar.  Á Íslandi eru líka verðtryggð lán sem til viðbótar við verðtryggingu bera áttfalt hærri vexti en annars staðar tíðkast! 

Hvernig getur það dregið úr velferð að dregið sé úr seðlaprentun bankanna og þar með dregið stórlega úr verðbólguhvatanum?  Því verðtryggingarútreikningar eru ekkert annað en verðbólguhvati.  Verðbólguþátturinn er svo hin raunverulega seðlaprentun.  Gefur bönkum tækifæri til að auka fé í umferð sem þessu vaxtaokri nemur.

Hér þarf að nema lög um Seðlabanka úr gildi.  Setja gengið fast og færa vexti niður í einhverja tölu sem glóra er í.  Hætta að bjóða fólki upp á afleiður í formi íbúðalána er náttúrulega löngu tímabært réttlætismál.  Það á ekki einu sinni að þurfa að ræða það neitt sérstaklega.  Bara gera það.


mbl.is Bann við verðtryggingu minnkar val
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband